Erindi

Birta: Nei sko, sjáðu hver er kominn!
Eva: Og hvað með það, hann á erindi.
Birta: Svona líka þaulskipulagt erindi.
Eva: Ef það væri skipulagt hefði hann komið fyrr.
Birta: Hann er ekki asni. Ef hann hefði komið fyrr hefði það litið út eins og hann væri að gera sér erindi.

Eva: Viltu gjöra svo vel að taka þetta blík úr augunum á mér góða.
Birta: Ég sé ekki betur en að hann sé bálskotinn í þér. Drottinn minn hvað hann er sætur. Gott ef ekki undirleitur
Eva: Við þurfum ekki endilega að kjá framan í allt sem er undirleitt.
Birta: Þegiðu og horfðu framan í hann.
Eva: Hættussu rugli! Maður þarf ekki að borða allar kökurnar í bakaríinu.
Birta: Ég er ekkert að tala um allar, ein kemur ekki að sök.
Eva: Viltu halda þig á mottunni á meðan ég afgriði þetta kurteislega spjall.

Birta: Sjáðu! Sko sjáðu! Hann er að tengja, eða reyna það allavega, gefðu honum séns. Augnkontakt allavega.

Hann: Jæja, ég þarf víst að fara.
Eva: Ok, sjáumst.
Hann: Bless.

Best er að deila með því að afrita slóðina