Takk fyrir mig

Þúsund þakkir fyrir allar afmæliskveðjurnar. Ég vssi ekki að síminn minn gæti tekið á móti svona mörgum sms-um. Og þið sem reynduð að hringja; ég er ekki alveg svona símafælin, ég slökkti ekki á símanum til að losna við að svara, heldur af því að ég var fyrst í kaffiboði og svo að vinna. Ég er líka búin að fá allt of dýrar og fínar gjafir. Held að pabbi og Ranga séu endanlega gengin af vitinu.

Það kemur mér verulega á óvart að svona margir skuli vera meðvitaðir um afmælið mitt. Ég hef aldrei fengið kveðjur frá svona mörgum áður, ekki einu sinni þegar strákarnir fæddust. Ég tek þessu sem merki um að bloggið mitt sé víðlesnara en ég vissi. Ég hef aldrei verið sérstakt afmælisbarn sjálf og þykist góð ef ég man fæðingardaga barnanna minna. Ég gleymdi m.a.s. að hringja í móður mína á síðasta afmælinu hennar svo ég efast um að ég eigi eftir að standa mig gagnvart öllum sem höfðu samband við mig í dag. Ég er samt ákveðin í að halda almennilega upp á það í þetta sinn þótt það verði ekki fyrr en í haust.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Takk fyrir mig

 1. ———————-

  Komdu sæl Eva mín og innilega til hamingju með afmælið.Svo veist þú að,alt er fertugum fært.
  Kveðja Bogga og có
  Urriðavatni

  Posted by: Anonymous | 2.07.2007 | 1:20:03

  ———————-

  Takk Bogga mín. Ekki vissi ég að þú læsir vefbókina mína!

  Posted by: Eva | 2.07.2007 | 12:28:31

  ———————-

  Til hamingju með afmælið 🙂

  Posted by: Guðjón Viðar | 2.07.2007 | 15:16:27

  ———————-

  Síðbúin afmæliskveðja til þín, héðan úr sólinni í Ártúnsholtinu, lif í lukku… 🙂

  Posted by: Siggadís | 2.07.2007 | 21:18:55

Lokað er á athugasemdir.