Ammli

Vaknaði tvisvar við símann í nótt. Get svosem alveg fyrirgefið þeim sem hringja á næturnar þegar tilgangurinn er að syngja afmælissöng, úr partýi sem ég hefði kannski mætt í ef mér þætti ekki skemmtilega að sofa. Já og Elías er á sérsamningi. Vaknaði svo fertug í morgun. Gömul og vitur kona í stelpulíkama. Ætla samt ekki að fagna fyrr en í haust þegar ég er flutt inn í fallegu, fallegu íbúðina mína og vinir og vandamann komnir úr sumarfríi.

Ég er samkvæmt hefð að vinna á ammlisdaginn minn. Notaði morguninn til að útbúa kræsingar ofan í 16 manns (jamm, nornafundur í kvöld) og á eftir að útbúa smágaldra fyrir hópinn og nokkrar pantanir.

Fæ samt pönnukökur hjá pabba og Rögnu í dag.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Ammli

 1. ————————————–
  Til hamingju með daginn 😉

  Posted by: Eiki tilvonandi mágur | 1.07.2007 | 11:21:13

  ————————————–

  fallega norn – til hamingju með daginn!

  Posted by: baun | 1.07.2007 | 16:18:32

  ————————————–

  Til hamingju með daginn Eva mín. 🙂

  Posted by: lindablinda | 1.07.2007 | 19:25:47

  ————————————–

  Til hamingju fallega stóra systir mín… Hlakka mikið til að sjá þig/ykkur fljótlega.
  Elska þig ofur mikið :o)

  Posted by: Hulla (næstum frú) skemmtilega | 1.07.2007 | 20:27:41

  ————————————–

  til hamingju með daginn. ég vona að mér verði boðið til nornaveislu þegar þú ert flutt.

  Posted by: nanna | 1.07.2007 | 22:24:56

  ————————————–

  Auðvitað býð ég þér Nanna 🙂

  Posted by: Eva | 2.07.2007 | 0:15:07

Lokað er á athugasemdir.