Afrekaskrá fjórða áratugarins

Eftir nokkra klukkutíma verð ég fertug.

Fyrir 20 árum fannst mér að það hlyti að vera beint samhengi á milli þess að vera fertugur og ráðsettur. Mér líður samt ekkert ráðsett. Ég er heldur ekkert á leið í neina miðaldurskrísu. Ég hef upplifað tímabil sem ég hef haft meiri frítíma og lagt meiri rækt við heilann í mér en í heildina tekið hef ég aldrei verið jafn sátt við lífið og sjálfa mig.

Í flutningunum fann ég lista sem ég skrifaði rétt eftir að ég varð þrítug, yfir allt sem ég ætlaði að afreka fyrir fertugt. Ég get ekki sagt frá því öllu en hér er það sem er birtingarhæft af listanum:

1. júlí 2007 ætla ég að vera búin að:
-giftast Ámanni Jakobs (hef ennþá tæpa 2 tíma til þess)
-ala upp sjálfstæða, hugrakka, tillitssama og agaða stráka sem lyndir við flesta og láta engan vaða yfir sig (mission accomplished!)
-ráða einhvern annan til að þrífa heima hjá mér (aaaaam… ég er samt búin að sverja þess dýran eið að flytja ekki inn í Mávahlíðina fyrr en ég er búin að ráða hreindýr)
-gefa út ljóðabók (gerði það en fékk ekkert kikk út úr því)
-skrifa ljóð sem verður birt í skólaljóðum framtíðarinnar (á amk 3 slík)
-sitja fyrir hjá virtum listamanni (gerði það en er ekki búin að sjá myndirnar ennþá)
-sofa hjá einhverjum sem er eldri en ég (af hverju í ósköpunum hélt ég að það væri nauðsynlegt???)
-koma mér upp þannig matarvenjum að ég passi ennþá í köflóttu buxurnar (hah! ég ét ennþá sykur og rjóma en er samt bæði hraustari og flottari en þá og get vel gengið í þrengri fötum en köflóttu buxunum)
-ráða mig í skemmtilega vinnu þar sem ég get ráðið öllu sjálf (heldur betur)
-komast í plús fjárhagslega (ójá!)
-eignast tölvu sem þarf ekki að setja diskettur í (sætt)
-finna búð sem selur nothæfar nærbuxur (fann þessa einu á landinu, Álnavörubúðina í Hveragerði)
-búa til metnaðarfyllri lista (já marga, langa og misraunhæfa)

Ég er bara nokkuð sátt við niðurstöðuna.

 

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Afrekaskrá fjórða áratugarins

  1. ——————————-

    INNILEGA til hamingju með afmælið elsku Eva mín. Þú færð afmælisgjöfina seinna.

    Koss og knús
    Keli

    Posted by: Þorkell | 30.06.2007 | 23:17:08

    ——————————-

    Til hamingju með afmælið. Flottur aldur og verður bara betri…

    Posted by: Sveinn | 30.06.2007 | 23:34:08

    ——————————-

    til hamingju með afmælið 🙂

    Posted by: hildigunnur | 1.07.2007 | 10:17:02

    ——————————-

    til hamingju með daginn 🙂

    Posted by: inga hanna | 1.07.2007 | 10:23:48

    ——————————-

    Giftast ÁJ? Hvað sérðu við hann?

    Posted by: Hringaná | 2.07.2007 | 19:29:12

    ——————————-

    Hann er góðmenni. Fyrir utan ýmsa algengari mannkosti.

    Posted by: Eva | 3.07.2007 | 8:37:35

    ——————————-

    Til hamingju með afmælið kona! 🙂

    Posted by: Unnur María | 31.07.2007 | 22:25:48

Lokað er á athugasemdir.