10 ára planið

Þann 1. júlí 2017 verð ég:

-Nógu rík til að ráða fólk í öll verk sem mig langar ekki beinlínis að vinna sjálf.
-Með sömu fituprósentu og í dag.
-Amma (að vísu fær það plan dræmar undirtektir hjá niðjum vorum en ef fortölur duga ekki má alltaf nota gamla, góða húsráðið, að leita uppi smokkasafn heimilisins og leggja á það títuprjónsálög.)
-Hætt að tárast af væmni (ég þoli ekki þennan veikleika hjá sjálfri mér).
-Ennþá gift manninum sem ég giftist sumarið 2008. (Þar sem doktorsnefnan hefur jafnan tekið bónorðum mínum heldur fálega, reikna ég með að beina kröftum mínum heldur að karli einum kankvísum. Hver hann verður veit nú enginn og þá síst hann sjálfur en ástæða er til að ætla að hann verði góður við konuna sína.
-Búin að verja a.m.k. 3 mánuðum við hjálparstörf á stríðshrjáðu svæði.
-Óþolandi hamingjusöm.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “10 ára planið

  1. ———————–

    Gott plan.

    Posted by: lindablinda | 2.07.2007 | 22:12:13

    ———————–

    Eftir að við fundum bloggið þitt skoðum við það reglulega. Kveðja Bogga og Einar

    Posted by: Einar Eiríksson | 2.07.2007 | 22:25:45

    ———————–

    kankvís kall. hljómar vel;)

    Posted by: baun | 3.07.2007 | 8:25:56

Lokað er á athugasemdir.