Nýr verðmiði

Á sínum tíma reyndi ég að múta vinum og kunningjum til að kynna mig fyrir karlmanni. Það bar lítinn árangur enda þekki ég eingöngu andlegt fólk sem kærir sig ekki um hundraðþúsundkalla. Skýringin er allavega ekki sú að almennilegir karlar séu ekki til. Og reyndar er líka einhver reytingur af vel útlítandi mönnum í boði.

Í gær sá ég fjölda föngulegra karlmanna og hef fyrir satt að sumir þeirra séu einhleypir. Nei, ég var ekki á djamminu. Það var safnanótt í Reykjavík og ég var með kynningarbás á Borgarbókasafninu og erindi í Borgarskjalasafninu. Hvar halda þessir menn sig eiginlega þegar er ekki safnanótt? Ég kunni ekki við að spyrja þá en þeir sem vita svarið eru beðnir að hafa samband hið snarasta.

Þegar ein aðferð skilar ekki árangri er rétt að prófa eitthvað annað. Ég er búin að bjóða péning og það virkaði ekki. Hér kemur annað tilboð sem gæti fallið í betri jarðveg. Ég hef fundið aðferð til að uppræta appelsínuhúð. Velsæmiskenndar afkvæmis míns vegna ætla ég ekki að birta myndir af rassinum á mér á netinu en hann er til sýnis og þreifingar ásamt uppskrift af galdrinum fyrir hvern þann sem kynnir fyrir mér íðilfagran karlmann sem er í alvarlegri makaleit. Sá skal vera góður og glaður, greindur og graður, frjálslyndur og fordómalaus, ábyrgur og umhverfisvænn.

 

One thought on “Nýr verðmiði

  1. ——————————————————–

    Djö… Verð að fara að hang around með þér. Held það hafi verið um síðustu öld sem ég lenti síðast í að sjá marga föngulega menn, einhleypa að auki saman komna…

    Posted by: Barbie | 24.02.2007 | 13:21:37

    ——————————————————–

    Sama hér! En nú veit ég þó að fínu drættirnir halda sig á bókasöfnum allavega einu sinni á ári. Ef þú vilt koma memm að hanga á bókasöfnum ertu velkomin.

    Posted by: Eva | 24.02.2007 | 13:55:23

    ——————————————————–

    Ertu til í að senda mér email með þessari töfrauppskrift. Þú færð reyndar engan kall í staðinn þar sem þú fúlsar við öllum sem ég hef sýnt þér. En við finnum eitthvað annað í staðinn. T.d Nautasteik alaeiki með öllu tilbehar þegar þú kíkjir í sumar. Og glas rauðvín með…

    Posted by: Hullan | 24.02.2007 | 14:44:07

    ——————————————————–

    Fylgir þetta allt með ef ég kynni mig sjálfur? Reyndar hef ég reynt oft áður og með litlum árangri, án þess að vera einu sinni virtur viðlits.
    Samt er ég íðilfagur karlmaður í alvarlegri makaleit, góður og glaður, greindur og graður, frjálslyndur og fordómalaus, ábyrgur og umhverfisvænn!

    Posted by: Torfi Stefánsson | 24.02.2007 | 16:30:43

    ——————————————————–

    Gó Torfi!!! 🙂
    Torfi mágur…hummm lydar godt…

    Posted by: Hullan | 24.02.2007 | 20:58:54

    ——————————————————–

    Segir maður ekki paa dansk, lyder godt? Reyndar held ég að þetta sé borin von. Ég hef verið að reyna í nokkur ár að opna augu systur þinnar á kostum mínum en ekki tekist.
    Það á eflaust við um marga aðra góða og gegna karlmenn. Þeir hafa reynt að fara á fjörurnar við hana en hún traðkað á tilfinningum þeirra!

    Posted by: Torfi Stefánsson | 24.02.2007 | 21:46:59

    ——————————————————–

    Tekið skal fram að ég hef aldrei hitt Torfa í eigin persónu og ekki einu sinni séð mynd af honum en mikið rétt; ég hef alls ekki tekið eftir neinu því í skrifum hans sem mælir með því að ég hætti að traðka á þeim djúpstæðu og vel ígrunduðu tilfinningum sem hann ber til drottningar bloggsápunnar.

    Posted by: Eva | 24.02.2007 | 23:09:25

    ——————————————————–

    Þér er farið að förlast í skrifunum, bókmenntagyðjan mín. Eða hvað þýðir þessi setning: „ég hef alls ekki tekið eftir neinu því í skrifum hans sem mælir með því að hætti að traðka á þeim djúpstæðu og vel ígrunduðu tilfinningum sem hann ber til drottningar bloggsápunnar.“
    Vantar ekki eitthvað þarna inn í eins og t.d. eitt lítið „ég“?

    Posted by: Torfi Stefánsson | 24.02.2007 | 23:57:37

    ——————————————————–

    Rétt er það Torfi. Takk fyrir leiðréttinguna. Hún mun spara bókmenntafræðingum framtíðar mikil heilabrot og forða þeim frá djúpstæðum túlkunarágreiningi.

    Posted by: Eva | 25.02.2007 | 8:50:51

    ——————————————————–

    Jú Torfi, maður skrifar, lyder, en ég er bara ekkert sérlega góð í að skrifa rétt. Hvorki á dönsku né íslensku.
    Og Eva, láttu ekki eins og kjáni, bjóddu manninum, (Torfa) í kaffi og sjáðu hvaða mann hann hefur að geyma. Mig langar óskaplega til að eignast mág. Hættu nú einu sinni að hugsa um sjálfa þig og útvegaðu systur þinni mág!!! :o)

    Posted by: Hullan | 25.02.2007 | 12:49:15

    ——————————————————–

    Já, ég tek undir þetta. Það gengur ekki til lengdar að bíta alla karla af sér en vera samt í sífellu á útkikki eftir þeim. Kaffi á morgun eftir búðarlokun á Kaffi París?

    Posted by: Torfi Stefánsson | 25.02.2007 | 15:06:23

    ——————————————————–

    Takk fyrir skemmtilega sýningu á safnakvöldinu 🙂 Dóttir mín vildi endilega sjá nornasýningu en ég held hún hafi gert sér rangar hugmyndir um nornir 🙂 Allavega á leiðinni heim spurði ég hvernig henni hefði litist á nornina og hún sagði að þú gætir ekki verið norn. „Nú ?“ sagði ég, og þá svaraði mín „Hún er alltof falleg til að vera norn“ Takk fyrir okkur.

    Posted by: GVV | 25.02.2007 | 18:10:30

    ——————————————————–

    Dóttir þín er auðvitað svo ung að hún hefur ekki enn uppgötvað sannleikskornin í máltækinu: Oft er flagð undir fögru skinni…

    Posted by: Torfi Stefánsson | 25.02.2007 | 18:17:28

    ——————————————————–

    Já Tofi, þetta hjálpar þér alveg örugglega!

    Posted by: Hullan | 26.02.2007 | 7:38:53

    ——————————————————–

    Mér sýndist það nú vera fyrirfram vonlaust 😉

    Posted by: Torfi Stefánsson | 26.02.2007 | 12:06:39

    ——————————————————–

    Típikal karlmaður! Fyrirfram vaonlaust hvað??? Ertu sem sagt búinn að reyna alveg helling? Ertu búinn að fara vellyktandi, mínus tá og andfýlu, með blómstur og miða á tónleika í nornabúðina og reyna að heilla hana systur mína upp úr skónum. (Og hún notar MJÖG litla skó)?
    Ekki það nei, Þá skaltu prufa það áður en þú skellir þér í vonleysi. Láttu endilega vita hvernig gengur :o)
    Líst nefnilega ágætlega á þig sem mág. Þ.e.a.s ef þú er ekki hroki. Mojn

    Posted by: Hullan | 26.02.2007 | 12:27:26

    ——————————————————–

    Í guðsbænum systir góð viltu hætta að hvetja þennan mann til að reyna við mig.

    Posted by: Eva | 26.02.2007 | 13:29:39

    ——————————————————–

    Þú hefur nú aldrei séð hann. Þetta er kannski ágætis maður… Biddu hann um að senda þér mynd 🙂
    Kannski lítur hann út eins og Sean Connery, bara yngri… Kannski er þetta þríburafaðirinn sem þú minntist á. Kannski 🙂

    Posted by: Hullan | 26.02.2007 | 15:36:15

    ——————————————————–

    Hérna kemur mynd af mér, alveg óbeðin!
    http://www.torfi-stefan.blogspot.com/

    Hún er að vísu ekki góð en gerir þó sitt gagn. Svo fylgir ævisagan með, átta barna faðir í Álfheimum og allt það (sbr. þríburafaðirinn). Svo ljóst má vera að ég er nánast óspjallaður af öðrum konum en minni fyrrverandi enda enginn tími til að vera á útstáelsi með allan þennan krakkaskara á hælunum allar helgar!

    Posted by: Torfi Stefánsson | 26.02.2007 | 20:39:06

    ——————————————————–

    Sko, myndarmaðu sysir góð. Séra og allt. Og ekki eins gamall og Sean Connery!
    Hættur öllu barnastússi. Gefðu nú manninum smá séns. Ég gæti nefnilega trúað aðhan væri ætlaður þér. 🙂

    Posted by: Hullan | 27.02.2007 | 5:38:57

    ——————————————————–

    Já það er margt sem mælir með mér. Augljóslega myndarlegur þrátt fyrir að það sjáist ekki í fallegu bláu augun mín fyrir hallærislegum sólgleraugun (minnir reyndar á mynd sem hefur farið hamförum um netheiminn: „se solbrillene!“), yngri en Sean þótt kannski muni þar ekki miklu, og búinn að fá nóg af barnastússinu!

    Vandamálið er bara þetta með „séraið“. Hvernig getur vantrúuð kona eins og Eva Hauksdóttir – og norn í þokkabót – verið þekkt fyrir að vera í slagtogi með presti?

    Posted by: Torfi Stefánsson | 27.02.2007 | 7:44:57

    ——————————————————–

    Fliss. Þetta fer nú að verða ein fallegasta ástarsaga sem ég hef fylgst með í langan tíma. Nú vantar bara að tilvonandi prestfrú taki örlítið meiri þátt 😀

    Posted by: Harpa | 27.02.2007 | 7:59:58

    ——————————————————–

    Sko… Þú þarft bara ekkert að láta hana vita 🙂
    Nei nei. Það þarf ekkert að vera svo slæmt. Hún hefur deitað allavega gæja í gegnum tíðina.
    Hún sem er réttlætis manneskja mikil og þolir ekki hina ýmsu ókosti sem fylgir gjarnan karlkyninu (að kvenna mati). Hefur samt sem áður fallið fyrir allskonar undarlegum mönnum (ekki illa meint) Það er kannski bara spurning fyrir hana að breyta til. Auk þess þekki ég enga aðra manneskju sem veit jafn mikið um trúarbrögð og hana Nornfríði. Þið hefðuð þó allavega eitthvað að tala um. Veit hún hefur stundum vartað yfir því að geta ekki átt normal samræður við hitt kynið. 🙂

    Posted by: Hullan | 27.02.2007 | 8:10:08

    ——————————————————–

    Kæra systir. Þar sem mér sýnist þú hafa mun meiri áhuga á Torfa en ég, legg ég til að þú bjóðir honum bara í heimsókn. Heim til þín sko en ekki mín. Þú hlýtur að geta ættleitt mág án þess að ég taki þátt í því.

    Posted by: Eva | 27.02.2007 | 8:31:28

    ——————————————————–

    Ég hafði nú reyndar hugsað mér að bjóða ykkur saman hingað 🙂
    Sá allveg fyrir mér ykkur og okkur, saman út í sólinni í sumar, með bjór í annari og hann að lesa fyrir okkur upp úr biblíunni 🙂 Eiki að spila undir á gítarinn. Bara næs.
    Sláðu nú til og bjóddu karlanganumí kaffi. Þú hefur engu að tapa. Held að hann sé nokkuð góður í krossgátum og skrabbli.

    Posted by: Hullan | 27.02.2007 | 8:35:03

    ——————————————————–

    Ég tek enn og aftur undir með Hullunni. Hún er efni í stórgóðan hjúskaparmiðlara. Til er ég að skreppa til Köben í sumar og sól með norn mér við hlið og reyna að frelsa hana frá eldinum með velkældum bjór ásamt velvöldu guðsorði.

    Posted by: Torfi Stefánsson | 27.02.2007 | 15:22:50

    ——————————————————–

    Er þetta dagskrárliðurinn „Skotið sig í fótinn“?

    Posted by: Kalli | 27.02.2007 | 15:33:37

Lokað er á athugasemdir.