Ekki alveg…

Þrátt fyrir að systir mín sé, eins og flestir í minni fjölskyldu, dálítið veruleikafirrt á köflum, (ég er eina manneskjan í minni móðurfjölskyldu sem jarðar við að vera normal) tilheyrir hún reyndar ekki þeim hópi meðvirkra vesælinga sem fá kikk út úr því að láta „góða stráka“ drulla yfir sig. Veit ekki betur en að Eiki sé bara nokkurn veginn í lagi, af karlmanni að vera.

Ef ég efaðist um að fullyrðingar systur minnar um að hún myndi „ekki breyta neinu“ ef hún fengi tækifæri til, séu vanhugsaðar, væri ég sennilega lögð af stað út til að reyna að koma henni undir læknishendur. Það er semsé ekki hún sem ég hafði í huga í reiðlestrum mínum um mennskuna þótt hugmyndir hennar um hamingjuna séu reyndar hið mesta kjaftæði.

Ég var að hugsa um það samsafn kvenna sem undanfarið hafa beðið mig um ráð til að endurheimta drulluhala sem hafa farið illa með þær. „Indælar“ konur sem þykjast algerlega lausar við reiði og afbrýðisemi, búnar að fyrirgefa allt og jaríjarí. Bara af því að þær hafa ekki kjark til að horfast í augu við eigin tilfinningar.

Best er að deila með því að afrita slóðina