Homo Dramus

Í rauninni „veit“ maður sjaldan neitt um annað fólk. Því maður veit ekki nema hafa sannanir. Oftast er maður bara sannfærður og byggir þá kannski sannfæringu sína á rökum. Það er samt ekki vissa.

Hitti Dramus í dag. Fyndið að horfa á hann og „vita“ að hann „veit“ að ég „veit“ að hann er Dramus en „vita“ jafnframt að sennilega myndi hann ekki viðurkenna það.
„Það var ekki eins og þú hélst“ sagði hann.
Rétt eins og það skipti einhverju máli eftir öll þessi ár.

Yfirleitt eru hlutirnir nákvæmlega eins og þeir virðast vera en það sem skiptir máli er ekki sannfæring manns heldur það sem maður raunverulega veit.

Það sem ég raunverulega veit er í rauninni nóg til þess að ég hef endanlega gefist upp á því að treysta dýrategundinni homo dramus og hvað varðar sannfæringu mína um eðli og hátterni tegundarinnar þá nenni ég ekki lengur að velta réttmæti ósannaðrar sannfæringar fyrir mér.

Best er að deila með því að afrita slóðina