Fimm grundvallarspurningar til kynþáttahatara

Ég stend í flutningum og sé því ekki fram á að geta klárað pistlaraðir mínar um innflytjendamál og söguskýringar kynþáttahatara á allra næstu dögum. Þetta eru eilífðarmál svo þau þola alveg bið.

Ég hef gaman af rökræðum en mér leiðast langdregnar þrætur. Til þess að rökræða geti farið fram þurfa báðir aðilar að ganga út frá sömu forsendum. Ég er alveg til í að halda áfram að ræða kynþáttahyggju og fjölmenningarstefnu við Mjölni, Skúla og aðra kynþáttahatara en nenni ekki að halda áfram fyrr en ég fæ svör við nokkrum grundvallar spurningum. Mörgu öðru er enn ósvarað en það er lágmark að þið svarið eftirfarandi spurningum:

1. Hvað hafið þið fyrir ykkur í því að hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? (Getið heimilda)

2. Hvernig skilgreinið þið hvíta kynþáttinn erfðafæðilega eða m.o.ö. hvaða mælikvarða notið þið til að meta hvort einhver sé hvítur eða „skítaskinn“?

3. Hvaða menningareinkenni viljið þið vernda?

4. Hver eru þessi margumræddu lífsgildi og siðareglur sem einkenna hvíta kynstofninn?

5. Hvað bendir til þess að íslenskri menningararfleifð standi ógn af innflytjendum?

Helst lítur út fyrir að um sé að ræða ímyndað þjóðarmorð, ímyndaðan kynstofn og ímyndaða menningu. Á meðan engin rök hafa komið fram sem gefa vísbendingu um annað er óskaplega tlgangslaust að vera að ræða þetta.

Íslandssaga kynþáttahatara

Einangrunarkenningin

Svo sem við er að búast hafa samtökin Blóð og gröftur komist að áður óþekktum staðreyndum um sögu lands og þjóðar. Íslensk menning þróaðist á sama hátt og stærðfræðin, vegna landfræðilegrar einangrunar (Eins og kom fram í síðasta pistli þá þróuðu arabar stærðfræðina ekki áfram heldur varðveittu aðeins vísindi Grikkja.) Halda áfram að lesa

Um aðferðir og markmið kynþáttahatara

Um daginn bauð ég kynþáttahatara velkomna til umræðunnar um málefni innflytjenda, með því skilyrði að þeir útskýrðu hugmyndir sínar og færðu rök fyrir máli sínu. Rökfærslan hefur að vísu gengið brösuglega en þó er ég nú orðin nokkru vísari um hugarheim þessa merkilega fólks sem hefur tileinkað sér mannkyns- og menningarsöguþekkingu sem hingað til hefur verið fræðimönnum gerókunnug. Það er ekki við því að búast að margir leggi það á geðheilsu sína að lesa allan þennan vaðal en ég hef tekið saman helstu niðurstöður.

Halda áfram að lesa

Erfðafræði kynþáttahatara

Skilgreining kynþáttahatara á hvíta kynstofninum og þeim einkennum sem ber að vernda

Ef ég skil kynþáttahatara rétt, vilja þeir halda stofninum í eins upprunalegu formi og mögulegt er. Nú telja margir vísindamenn (gott ef ekki yfirgnæfandi meirihluti) að hvíti kynstofninn hafi þróast frá svörtu fólki, þannig að ef ætlunin væri að komast nær upprunanum væri væntanlega gott að hvítir æxluðust með svörtum. Ég virðist þó eitthvað hafa misskilið þessa upprunaást þeirra. Mjölnir útskýrir: Halda áfram að lesa

Innflytjendamýta 3 – glæpahneigð innflytjenda

Eitthvað ætlar að standa á kynþáttahöturum að þiggja boð mitt um að nota tjásukerfið til að gera grein fyrir skoðunum sínum. Það virðist vera eitthvað flókið þegar krafan er sú að þeir færi rök fyrir máli sínu. Jæja, það er þá kannski hægt að halda áfram að ræða innflytjendamýturnar án þess að hnjóta endalaust um þessa þjóðarmorðsþvælu.

Sú mýta sem sennilega er líklegust til að ýta undir kynþáttaofsóknir er þessi: Halda áfram að lesa

Spurningar til kynþáttahatara 2. umferð

1. Nú álítið þið að það jafngildi þjóðarmorði að opna samfélög hvítra manna fyrir fólki af öðrum kynþáttum, þar sem kynþátta- og menningarblöndun muni afmá einkenni hvíta kynstofnsins. Væri rétt að sporna gegn þessu þjóðarmorði með því að reka allt fólk af öðrum kynþáttum úr landi?

2. Er það þá ekki á sama hátt þjóðarmorð að hleypa hvítu fólki úr landi, þar sem það gæti tekið upp á því að eignast börn (sem þið kallið „skítaskinn“) með fólki af öðrum kynstofnum?

3. Teljið þið rétt að vernda hvíta kynstofninn með því að banna hvítu fólki að ferðast á milli menningarsvæða eða allavega meina þeim að eignast börn (eða eins og þið orðið það, „skítaskinn“) með fólki af öðrum uppruna?

4. Teljið þið rétt að vernda hvíta kynstofninn með því að meina hvítum konum sem hafa orðið óléttar eftir menn af öðrum kynþáttum endurkomu til landins?

5. Álítið þið verndun hvíta kynstofnsins mikilvægari en mannréttindasáttmála sem kveða m.a. á um rétt allra manna til að leita hælis í öðrum samfélögum ef þeir hafa ástæðu til að óttast grimmúðlega meðferð í heimalandi sínu?

6. Jafngildir það einnig þjóðarmorði ef hvítt fólk með víkjandi gen, æxlast með hvítu fólki með ríkjandi gen? Er það t.d. þjóðarmorð ef rauðhærður og bláeygur karl, eignast barn með konu sem hefur dökkt hár og brún augu og engin dæmi eru í hennar fjölskyldu um rautt hár og blá augu? Ætti að takmarka tækifæri fólks með víkjandi gen til að fjölga sér með þeim sem tilheyra meirihlutanum? Væri t.d. rétt að safna öllu rauðhærðu fólki saman á Neskaupstað og loka bænum fyrir þeim sem gætu mengað stofninn með dökku hári?

7. Kynþáttahatarar tala stundum um að menningu okkar stafi hætta af útlendingum. Það er þó dagljóst að Íslendingar hafa orðið fyrir margfalt meiri áhrifum af bandarískri menningu en t.d. tailenskri eða arabiskri. Finnst ykkur rétt að sporna gegn menningaráhrifum Bandaríkjamanna, t.d. með því að takmarka aðgengi Íslendinga að bandarískum kvikmyndum, tónlist og netsamfélögum eða eru menningarbreytingar í lagi svo fremi sem áhrifavaldurinn er vestrænn? Ef svo er, þarf þá ekki að takmarka aðgengi að þeim hluta bandarískrar menningar sem einkennir menningarkima litaðra, t.d. rapptónlist og annarri niggaramenningu?

8. Á hvaða hátt hafa innflytjendur skaðað menningu Norðurlandabúa og annarra Evrópuþjóða? En Bandaríkjamanna?

9. Einhverntíma heyrði ég þjóðernissinna tala um að málið snerist ekki fyrst og fremst um kynþætti heldur menninguna og að það væri í lagi að taka á móti þeim innflytendum sem eru tilbúnir til að aðlagast íslenskri menningu en ekki öðrum. Finnst þeim sem hafa þessa skoðun að það væri rétt að vísa úr landi þeim Íslendingum sem virða ekki íslenska menningu, t.d. þeim sem neita að senda börnin sín í kristilegt skólastarf og borða oft á Nings en aldrei á Múlakaffi?

10. Nú er tungumálið mjög stór hluti menningarinnar í öllum samfélögum og ritmálið er sennilega stærri þáttur í menningu Íslendinga en flestra annarra þjóða. Finnst ykkur koma til greina, til verndar menningunni, að skikka þá Íslendinga sem eru illa máli farnir og illa skrifandi á íslenskunámskeið?

Þjóðernissinnar boðnir velkomnir

Meðlimir samtakanna Blóð og gröftur, eða allavega einhverjir sem halda orðræðu þeirra á lofti, eru víst búnir að átta sig á því að ég er að skrifa pistlaröð þar sem ég tek fyrir ýmsar goðsagnir um innflytjendur. Þessir kynþáttahatarar sem kalla sig þjóðernissinna, vilja leggja sitt til umræðunnar og telja upplagt að klístra afritum af undarlegri kenningu um þjóðernishreinsanir á vegum „and-hvítra“ (með upprunalegum stafsetningarvillum)inn á tjásukerfið hjá mér. Halda áfram að lesa