Ríkisreknar hófsemdarbúðir?

Þetta er alveg ágætt framtak hjá Krónunni en því miður er það nú svo að nánast allar tilraunir til að stjórna neyslu almennings fara út um þúfur. Þeir sem innleiddu „nammidaga“ ætluðust til að fólk sleppti sælgætisáti hina dagana. Í staðinn varð laugardagsnammið að viðbót. Fínt að hafa þessi viðmið en ég efast um að þeir sem hingað til hafa rétt börnum sínum 400 gramma nammipoka með morgunsjónvarpinu séu neitt líklegir til að segja þeim að núna fái litla systir sem er fimm ára bara átta mola en stóri bróðir sem er átta ára fái þrjá til viðbótar. Halda áfram að lesa

Af hverju er það ekki sjúklegt?

Þegar ég var 12 ára fór ég í megrun. Ég var í heimavistarskóla og þekkti sjálfa mig nógu vel til þess að vita að ég myndi ekki standa við nein áform um að fá mér bara einu sinni á diskinn eða sleppa sósunni. Ég er gefin fyrir róttækar aðgerðir og mín lausn varð sú að sleppa því bara algjörlega að borða. Ég komst upp með það í tvo daga. Þá kom skólastjórinn til mín og spurði hvort ég væri veik. Hann var ósköp almennilegur en gerði mér grein fyrir því að hvort sem ég væri of feit eða ekki, liti hann á það sem merki um veikindi ef barn fengist ekki til að nærast og hann myndi því neyðast til að biðja foreldra mína að koma mér undir læknishendur ef ég borðaði ekki. Halda áfram að lesa