Malín Brand sagði frá reynslu sinni af söfnuði Votta Jehóva í DV fyrir rúmu ári. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig söfnuðurinn stuðlar að félagslegri einangrun. Hún segir einnig frá bannfæringunni sem hún varð fyrir þegar hún fór að skoða trúna með gagnrýnum augum, en bannfæringin fellur fullkomlega að skilgreiningum flestra skóla og vinnustaða á einelti. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Trúmál
Ætlar þú að hermast?
Nú eru páskafermingar nýafstaðnar og einhver börn verða víst fermd um hvítasunnuna. Búin með skyldumessurnar og útskrifuð úr kirkjunni. Flest þeirra munu ekki mæta aftur í messu fyrr en andlát verður í fjölskyldunni, eða, ef þau eru heppin, fyrr en þau gifta sig (venjulega eftir margra ára sambúð.) Halda áfram að lesa
Valgarði svarað

Já en hvað með börnin?
Kennari sem segir (ekki í skólanum heldur annarsstaðar) að samkynhneigðir fari til Helvítis, getur sært nemendur sína og er því vanhæfur. Þessvegna er í lagi að brjóta gegn stjórnarskrárvörðu málfrelsi kennara sem hafa ranga skoðun á samkynhneigð. Halda áfram að lesa
Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín
Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Halda áfram að lesa
Er búið að banna litlu jólin?
Í umræðunni um trúboð og kristinfræðslu í grunnskólum ber á misskilningi og rangtúlkun. Eftirfarandi staðhæfingar hafa heyrst í nokkrum mismunandi útfærslum. Hér verða þær hraktar í nokkrum liðum. Halda áfram að lesa
Hvað hefði Jesús gert, Hanna Birna?
Kærleiksblómið sem gegnir embætti innanríkisráðherra vill koma kristniboðskap inn í skólana aftur. Daginn eftir að þær fréttir bárust sagði DV frá enn einu mannréttindabrotinu af hálfu Útlendingastofnunar. Halda áfram að lesa
Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan
Ég er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur undrun okkar og það reynist fullkomlega náttúrulegt. Halda áfram að lesa
Ögurstund Hönnu Birnu
Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá einhvern valinkunnan trúleysingja til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards Dawkins um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna? Halda áfram að lesa
Góða fólkið
Í netumræðu síðustu vikna hefur borið á kröfu um skýringar á því hvað átt er við með stimplinum góða fólkið. Þeir sem undrast svo mjög þessa hugmynd eru oftar en ekki fólk sem gæti sem best tekið merkimiðann til sín. Halda áfram að lesa