Hvurslags eiginlega fréttamennska …

… er þetta?

Kosningasigur Hamas er sumsé ástæðan fyrir fjárskortinum!

Hér með leiðréttist; ástæðurnar fyrir fjárskortinum eru:
a) Ísraelsmenn hafa neitað að skila lýðræðislega kjörinni heimastjórn Palestínumanna skatttekjum. Á íslensku heitir það þjófnaður.
b) Vestræn ríki hafa hætt fjárstuðningi við þessa undirokuðu þjóð (sem er algerlega háð utanaðkomandi stuðningi), til að refsa henni fyrir að kjósa sér stjórn sem er þeim ekki að skapi. Á íslensku heitir það kúgunaraðgerðir.

Ég er ekki hrifin af aðferðum Hamas. Ég hef forsendur til að vera það ekki því ég bý við þá lúxusaðstöðu að hafa alist upp í samfélagi þar sem þykir almennt æskilegt að leysa ágreiningsmál án ofbeldis. Ég hef aldrei lifað undir ógn herveldis sem er staðráðið í að svelta mig til bana. Ég er ekki hrifin af sjálfsmorðsárásum. Þær eru ekki geðslegar, þær eru heldur ekki rökréttar. (Eins og eitthvað sér rökrétt í lífi Palestínumanns í dag) Ég get hinsvegar vel skilið að fjölskyldufaðir sem á ekki lengur heimili af því að fólk sem nýtur verndar hers og lögreglu henti fjölskyldunni út, kemst ekki í vinnuna af því að búið er að reisa 8 metra háan múrvegg utan um hverfið þar sem hann býr, horfir upp á börnin sín grýtt á leiðinni í skólann og á á hættu að lenda í fangelsi ef hann reynir að hrindra það, og þarf að standa í margra klukkustunda argaþrasi til að komast yfrir vegatálma svo fáveik koma hans fái læknishjálp, sjái ekki annan kost vænlegri en að gefa herskáum stjórnmálaflokkið tækifæri. Ekki tókst hinum hófsama Yesser Arafat að binda endi á landránið.

Vesturlandabúar, sem hafa ekki döngun í sér til að skamma Ísraela fyrir vel lukkað þjóðarmorð, hvað þá meir, telja sig hinsvegar nógu merkilega til að sýna vandlætingu þegar hersetin þjóð rís gegn útrýmingarherferð á hendur sér og ekki nóg með þann subbuskap heldur tala fréttamenn virtra fjölmiðla eins og Hamas beri ábyrgð á fátæktinni.

Ég kann ekkert fuss sem lýsir hneykslun minni en vona að fréttamaðurinn sem skrifaði þetta fái bæði niðurgang og nábít.

 

Sumir eru fullir af skít

Til skamms tíma voru allar hugmyndir mínar um krufningar sóttar í ameríska sjónvarpsþætti sem ég er ekkert viss um að séu áreiðanlegar heimildir. Ég hef heldur aldrei hugsað mikið um þær. Í síðustu viku sá ég viðtalsþátt sem vakti hjá mér nokkrar spurningar sem varða krufningar og saursöfnun í ristli. (Ath að myndskeiðið er ekki úr þeim sama þætti) Halda áfram að lesa

Bara spurning um lágmarks skynsemi

tþmHvar er forvarnaálfurinn þegar fyrirséð er að þurfi loka eina staðnum á höfuðborgarsvæðinu þar sem reiðir ungir tónlistarmenn geta stundað áhugamál sem veldur ekki öðrum skaða en heyrnarskemmdum? Stað þar sem aðrir borgarar verða ekki fyrir ónæði af af þeirri háværu starfsemi sem þar fer fram? Eina staðnum þar sem hægt hefur verið að bjóða því fólki á aldrinum 17-22ja ára sem er hvað líklegast til ýmisskonar áhættuhegðunar aðstæður til að halda og sækja vímuefnalausa tónleika? Halda áfram að lesa

Þversögnin í umræðunni um Silvíu Nótt

sylvíaÍslendingar lifa sig inn í Júróvissjón. Annað menningarlíf leggst nánast af á meðan á keppninni stendur og þjóðin liggur í þynnku daginn eftir.

Íslendingar senda fulltrúa sinn til keppni. Að þessu sinni kemur meirihlutinn sér saman um leikna persónu, holgervingu sýndarraunsæisstefnunnar sem gegnsýrir alþýðumenningu okkar þessa dagana. Halda áfram að lesa

Fasismi dagsins

stafsetingÉg er orðin hundleið á málfarsfastisum sem heimta að fólk eyði ómældum tíma í að læra flókin og forneskjuleg málkerfi í stað þess að sætta sig við eðlilega þróun tungumálsins.

Það er tímafrekt að vera Íslendingur í dag. Fyrir utan fulla vinnu þarf maður að horfa á 5-6 raunveruleikaþætti á viku, til að vera viðræðuhæfur um það sem er að gerast í samfélaginu. Svo þarf að fara í ræktina til að sporna gegn þeirri offitu sem eðlilega fylgir aukinni velmegun og framþróun í tækni og vísindum. Halda áfram að lesa