Enginn íslenskur ráðherra hefur tekið jafn afdráttarlausa afstöðu með mannréttindum og Össur Skarphéðinsson. Ef þingmenn Hreyfingarinnar eru frátaldir, hefur sennilega enginn þingmaður Íslandssögunnar staðið sig jafn vel í mannréttindamálum og hann. Tilvitnun hans í Reagan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var flott útspil og varla hægt að hugsa sér beittari niðurlægingu fyrir Netanyahu en að vera settur á bás með gömlu Sovétríkjunum, og því áhrifameira að það skuli gert með orðum fyrrum Bandaríkjaforseta. Líkingin liggur þó í augum uppi því Berlínarmúrinn var í hugum minnar kynslóðar tákn aðskilnaðar og kúgunar og var hann þó töluvert minni en aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Mannréttinda og friðarmál
Hverjir eru sníkjudýr?
Hver grunnskólanemandi kostar ríkið 1.350.053 kr árlega. Eitthvað kostar rekstur leikskóla og framhaldsskóla líka. Fyrir nú utan heilbrigðisþjónustu, barnabætur og annan kostnað sem fellur á ríkið vegna barna og unglinga. Halda áfram að lesa
Er verið að reyna að gera flóttamenn að aumingjum?
Ég sé ekki betur en að væri hægt að spara íslenskum skattgreiðendum verulegar fjárhæðir með því að fá inn fleiri innflytjendur, fólk sem getur farið að skila pening í ríkiskassann strax eða stuttu eftir að það kemur til landsins. Einnig mætti spara drjúgan pening með því að leyfa flóttamönnum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða þess að hælisumsókn verði afgreidd. Fyrir því virðist þó ekki vera mikill áhugi.
Sjálf þekki ég vel dæmi flóttamanns sem sótti um kennitölu þann 29. júlí sl. Hann er með atvinnuloforð en fær ekki atvinnuleyfi fyrr en hann er kominn með kennitölu. Þessi maður er að því leyti heppinn að hann á vini sem sjá honum farborða en almennt eiga flóttamenn sem bíða afgreiðslu eiga enga möguleika á að lifa af aðra en þá að þiggja húsaskjól og framfærslueyri í Reykjanessbæ. Flestir í hans sporum væru því búnir að gefast upp á og farnir á Fit og atvinnurekendur sem vilja ráða fólk til starfa geta heldur ekki beðið endalaust.
Af hverju fær maðurinn ekki kennitölu? Er starfsfólk Útlendingastofnunar, sem sjálft hefur kostað samfélagið meira fé en nokkur fljóttamaður eða innflytjandi, beinlínis að bíða eftir því að hann gefist upp og gerist hreppsómagi á Reykjanessbæ? Mér þætti fróðlegt að vita hversu margir innflytjendur og flóttamenn hafa verið neyddir til að gerast bótaþegar á undanförnum árum
Ef Norðmenn banna Ögmundi að bjarga þrælum ….
Ögmundur Jónasson má eiga það að hann svarar bréfum. Það gera ekki allir stjórnmálamenn. Í dag svaraði hann stuttu erindi frá mér um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu. Hann er ósáttur við umræðuna um störf sín og bendir mér á að lesa grein sem hann birtir í dv í dag sem svar við ásökunum um að hann skýli sér bak við Dyflinnarákvæðið. Halda áfram að lesa
Í leit að betra lífi
Einu sinni var ævintýramaður sem hafði yndi af því að þvælast um heiminn og kanna nýjar slóðir. Eitt árið dvaldi hann á eyðiey og þegar hann kom heim og sagði vinum sínum ferðasöguna, langaði fleiri að ferðast þangað. Halda áfram að lesa
Til hvers að aðlagast menningunni?
Ég ólst upp á Íslandi, er kennd við föður minn og þekki Hallgrímskirkju og Geysi á myndum. Ég er ljós yfirlitum, hef prjónað lopapeysur og mér finnst saltkjöt gott. Tala íslensku betur en önnur mál. Það eru þessi atriði ásamt langfeðgatali og íslensku vegabréfi sem ég hef í huga þegar ég segist vera Íslendingur. Hvort ég hef nokkurntíma verið vel aðlögðuð íslensku samfélagi er hinsvegar umdeilanlegt og hvað merkir það í raun? Hvernig hegðar vel „aðlagaður“ Íslendingur sér? Hver er munurinn á þeim sem er almennt frekar andfélagslegur og þeim sem er ekki Íslendingslegur í hátterni og hugsun? Halda áfram að lesa
Þegar kynþáttahyggjan ber Jón Magnússon ofurliði
Jón Magnússon gerir aumkunarverða tilraun til að klóra yfir skítinn sem hann varð uppvís að í síðasta pistli sínum um málefni flóttafólks. Halda áfram að lesa
Ólöglegir innflytjendur fá ekki krónu
Jón Magnússon fullyrðir að ólöglegir innflytjendur fái 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði og Pressan lepur þessa speki upp án þess að sýna minnstu viðleitni til að fá þetta staðfest eða leita skýringa á því hversvegna ólöglegir innflytjendur fái hærri greiðslur en löglegir borgarar. Halda áfram að lesa
Barnaheimilið í Reykjanessbæ
Í Reykjanessbæ er gistiheimilið Fit (eða Fitjar?) Þar eru flóttamenn vistaðir eftir að þeir koma úr fangelsi fyrir skjalafals (en slík refsing stríðr gegn Flóttamannasamningi SÞ) og áður en þeim er synjað um hæli. Þótt formlega sé Fit ekki fangelsi er staðsetningin hamlandi og athyglisvert er að þegar lögreglan hefur komið til að henda mönnum úr landi en gripið í tómt, tala fjölmiðlar um að maðurinn hafi „strokið“, sem segir okkur heilmikið um það hlutverk sem þessar búðir gegna. Halda áfram að lesa
Tell Your President
Ætlaði að henda útprentun af þessari bókarlufsu um dvölina í Palestínu í fráfarandi forseta í þessari Íslandsferð en hann er búinn að liggja í flensu greyskarnið og er svo að fara vestur á Ísafjörð í fyrramálið. Ég fæ samt að fleygja henni inn á borð hjá Örnólfi á morgun. Halda áfram að lesa