Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Mannréttinda og friðarmál
Þarf löggan heimild til að nota tálbeitur?
Það þurfti engar „forvirkar rannsóknarheimilidir“ til að koma upp um glæpastarfsemi Vítisengla. Það þurfti engar tálbeitur til að koma upp um Karl Vigni og aðra stórtæka barnanauðgara. Það var heldur ekki neinn skortur á valdheimildum sem réði því að það tók þá viku að sækja sönnunargögn Kastljóssins gegn Karli Vigni. Sú afsökun að umfang efnisins hafi verið svo gífurlegt að þeir hafi þurft margar vikur til viðbótar til að handtaka hann, er svo vond að maður fær hreinlega kjánahroll. Halda áfram að lesa
Að opna landamæri
Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að opna landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið. Halda áfram að lesa
Hengjum rasistann!
Töluverðar umræður hafa skapast á netinu um myndband sem sýnir fullorðinn mann veitast að fyrstu kynslóðar Íslendingum með svívirðingum og ógnandi framkomu. Að vonum þykir mörgum framkoma mannsins fyrir neðan allar hellur og ég skal svo sannarlega taka undir það. Halda áfram að lesa
Hvaða lausn sérð þú?
Allt stefnir í að Ísraelsmenn sölsi undir sig það litla sem eftir er af Palestínu og drepi réttmæta eigendur landins eða stökkvi þeim á flótta. Engin friðsamleg lausn er í sjónmáli. Ísraelsmenn hafa engan áhuga á tveggja ríkja lausn og það að Hamas skuli njóta stuðnings stafar sannarlega ekki af því að trúarofstæki þeirra og mannréttindabrot gagnvart eigin fólki þyki svo frábær, heldur af því að þeir hafa staðið fast á því að gefa ekki eftir. Í Palestínu ríkir sennilega mjög lítill áhugi á tveggja ríkja lausn þótt það yrði nógu mikil bót til þess að hún yrði samþykkt ef Ísraelar hefðu áhuga á því. Halda áfram að lesa
Hvað er þjóðarmorð?
Í umræðunni um ástandið í Palestínu hefur heyrst það sjónarmið að rangt sé að tala um meðferð Ísraela á Palestínumönnum sem þjóðarmorð. Með því sé verið að gengisfella hugtakið. Við skulum skoða réttmæti þess að nota orðið þjóðarmorð, með því að bera ástandið í Palestínu saman við skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á þjóðarmorði. Halda áfram að lesa
Innanríksráðherra er lýðskrumari og hræsnari
Aldeilis mögnuð ræðan hans Ögmundar við Bandaríska sendiráðið, sérstaklega þetta: „Hvað verður búið að drepa mörg börn í tíu fréttum?“ Ég má eiginlega til með að deila þessum skilaboðum sem ég sá á facebook, svona í tilefni dagsins. Halda áfram að lesa
Nató ber líka ábyrgð á blóðbaðinu á Gaza
Ég styð tillögur um viðskiptabann gagnvart Ísrael. Ég styð allar aðgerðir gegn Ísrael sem ekki fela í sér mannréttindabrot. Íslendingar geta ekki afvopnað Ísraelsmenn en við getum gert þeim erfiðara fyrir með viðskiptabanni. Halda áfram að lesa
Opið bréf til forseta Íslands
Jæja Ólafur Ragnar
Nú eru liðnir sjö mánuðir síðan ég heimsótti skrifstofu þína á Sóleyjargötunni, við þriðja mann, í þeim tilgangi að biðja þig að beita þér í málefnum Palestínu. Ég reiknaði að vísu með að þú hefðir þegar heyrt af hernáminu og séð dramatískar ljósmyndir af sundurtættum búkum. Halda áfram að lesa
Íslenskir sundlaugagestir orðnir allt of margir
Einu sinni ók ég gullna hringinn í von um að sjá Gullfoss og Geysi. Það urðu mikil vonbrigði. Á báðum stöðum var allt troðfullt af einhverjum útlendingum sem tróðust fram fyrir mig svo ég sá ekki neitt. Loksins lyfti maðurinn minn mér upp svo ég sá smávegis en þar sem tugir annarra augna voru glápandi á fossinn, fékk ég ekki nema lítinn hluta af upplifuninni í minn hlut. Halda áfram að lesa