Er Ómar í hættu?

Mér finnst sorglegt þegar áhugaverðir pistlahöfundar sem hafa hugrekki til að varpa fram óvenjulegum hugmyndum og spyrja óþægilegra spurninga, verða svo oft fyrir persónulegum árásum og skítkasti að þeir neyðast til að loka á möguleikann á að senda inn athugasemdir til að komast hjá því að taka 4 vinnudaga í viku í að verja sig.

Halda áfram að lesa

Kannski

Þá vitum við hvar þolmörk vörubílstjóra liggja. Mér hefur þótt það áhugaverð spurning hvað þurfi til að við fáum að vita um þolmörk almennings gegn ríkisstjórn sem álítur að gengishrun gjaldmiðilsins komi henni ekki við. Þótt því sé enn ósvarað hafa vörubílstjórar endurvakið trú mína á uppreisnareðli mannsins. Halda áfram að lesa

Tittlingaskítur

Kunnugleg andlit allsstaðar. Á vissan hátt er það notalegt. You wanna be where everybody knows your name. Aðallega er það þó sorglegt. Kannski 100 hræður, max, og ég þekki allavega 75 í sjón. Sumir eru í Félaginu Ísland-Palestína, sumir í Amnesty, fólk úr samtökum hernaðarandstæðinga, virkasta liðið frá Saving Iceland, kjarninn úr menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna, nokkur vinstrigræn andlit sem ég þekki ekki úr neinni þessara hreyfinga en eru þá áreiðanlega í einhverjum friðar- eða náttúruverndarsamtökum sem ég hef ekki unnið með.

Halda áfram að lesa

Útifundur vegna skálmaldarinnar á Gaza

Stöðvum fjöldamorðin

Rjúfum umsátrið um Gaza
Útifundur á Lækjartorgi, miðvikudaginn 5. mars, 12:15
Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, til að mótmæla blóðbaðinu á Gazaströnd.
Kröfur dagsins eru: Stöðvum fjöldamorðin og rjúfum umsátrið um Gaza.
Ræðumenn verða Katrín Fjeldsted læknir og Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félagsins Ísland-Palestína. Halda áfram að lesa

Jólamynd ársins

Þann 15. desember fór flokkur íslenskra jólasveina að Hellisheiðarvirkjun. Þeir færðu lötum verkamönnum fallegar smágjafir en stóriðjunni skemmdar kartöflur. Hér má sjá myndskeið frá heimsókninni. Eins og heyra má hafa sumir jólasveinanna dvalið langtímum erlendis, enda er þeim ekki lengur vært í óbyggðum Íslands. Halda áfram að lesa

Hver ógnar grunngildunum?

Í orði kveðnu eru grunngildi vestræns samfélags fyrst og fremst almenn mannréttindi og lýðræði. Þegar við athugum hvernig mannréttindum og lýðræði er framfylgt kemur þó í ljós að viðhorfin eru smátt og smátt að breytast. Vald markaðsaflanna, vald fjölmiðlanna og jafnvel vald einstakra stjórnmálamanna ógnar lýðræðinu. Fyrirtæki, jafnvel stórar samsteypur hafa sömu réttarstöðu og einstaklingar samkvæmt lögum og þess eru dæmi að dómskerfið hafi tekið rétt fyrirtækja fram yfir mannréttindi einstaklinga.

Halda áfram að lesa

Níðstöngin stendur enn

444608AJón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa