Einhver maður sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, virðist hafa þá köllun í lífinu að sannfæra mig um að tungumálið sé það sem greini manninn frá dýrunum og geri hann þeim æðri. Sennilega hefur hann tekið einn félagsfræðiáfanga í öldungadeild einhvers framhaldsskóla og skrifað ritgerð um málið, upp á þokkalega einkunn, áður en hann hætti í skólanum af því að kennarahelvítið felldi hann í stærðfræði 102.
Greinasafn eftir:
Þetta agalega orð
Móðirin var í öngum sínum. Stöðug valdabarátta við fimm ára dóttur hennar var gjörsamlega að fara með geðheilsu hennar og félagslíf til fjandans, að maður tali nú ekki um sjálfsmynd þess sem býr við ógnarstjórn smábarns. Halda áfram að lesa
Halló Stefán!
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir í mogganum í dag að það sé fráleitt að lögreglumenn hafi tekið vægar á mótmælum atvinnubílstjóra en mótmælum annarra, s.s. liðsmanna Saving Iceland. Halda áfram að lesa
Af litlum konum og stórum körlum
Síðasta sumar lagði ég litla bílnum mínum á veginum að Hellisheiðarvirkjun. Tilgangurinn var sá að vekja athygli almennings og einkum starfsmanna Hellisheiðarvirkjunar á tengslum áliðnaðarins við hergagnaframleiðslu og tengslum Orkuveitu Reykjavíkur við áliðnaðiinn. Halda áfram að lesa
Varúð! Þessi færsla er röfl sem þú nennir ekki að lesa, hugsa um eða hafa skoðun á
Ég komst ekki á Víðimelinn í dag. Ætlaði að taka saman eitthvað smáræði um Tíbet en fann þessa athyglisverðu og auðlesnu umfjöllun í staðinn. Halda áfram að lesa
Kannski
Þá vitum við hvar þolmörk vörubílstjóra liggja. Mér hefur þótt það áhugaverð spurning hvað þurfi til að við fáum að vita um þolmörk almennings gegn ríkisstjórn sem álítur að gengishrun gjaldmiðilsins komi henni ekki við. Þótt því sé enn ósvarað hafa vörubílstjórar endurvakið trú mína á uppreisnareðli mannsins. Halda áfram að lesa
Táknhyggja 101
Auðvitað ertu trúuð. Allir hafa einhverja trú og mér er nokk sama hvort það er trú á Gvuð eða rúnir, það er trú samt, sagði hann og þetta er hvorki í fyrsta sinn né það hundraðasta sem ég heyri þessa kenningu. Halda áfram að lesa
Meira plebb
Nú hefur þriðja manneskjan komið að máli við mig, lýst ánægju sinni með Vantrúarbingóið og haft á orði að Vantrú ætti oftar að standa fyrir uppákomum. Halda áfram að lesa
Vitaskuld
Einn moggabloggari hefur tjáð sig um dóm yfir manni sem Kínverjar dæmdu til fimm ára fangavistar fyrir að krefjast mannréttinda. Enginn hefur ´kommentað´ á færsluna þegar þetta er ritað. Færslur vegna fréttar af pólsku glæpagengi eru hinsvegar á þriðja tug og mikill fjöldi athugasemda við hverja færslu. Enda snertir hugsanleiki þess að einhver lemji mann og annan á Íslandi okkur miklu meira en mannréttindabrot og þjóðarmorð í fjarlægum heimshlutum. Halda áfram að lesa
Versta syndin
Birtingarmyndir dauðasyndanna sem samfélagseinkenna hafa verið mér hugleiknar í dag.
Hrokinn birtist í hverskyns valdníðslu. Við glímum við vandamál vegna hroka mannsins gagnvart náttúrunni. Lítill hluti einnar þjóðar telur sig svo rosalega innundir hjá Gvuði að það réttlæti bæði landtöku og þjóðarmorð. Borgarstjórn Reykjavíkur er skipt út álíka oft og tesíunum í Nornabúðinni og ekki eru kjósendur spurðir álits. Halda áfram að lesa