Trúboð

 Einhver maður sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir, virðist hafa þá köllun í lífinu að sannfæra mig um að tungumálið sé það sem greini manninn frá dýrunum og geri hann þeim æðri. Sennilega hefur hann tekið einn félagsfræðiáfanga í öldungadeild einhvers framhaldsskóla og skrifað ritgerð um málið, upp á þokkalega einkunn, áður en hann hætti í skólanum af því að kennarahelvítið felldi hann í stærðfræði 102.

Halda áfram að lesa

Kannski

Þá vitum við hvar þolmörk vörubílstjóra liggja. Mér hefur þótt það áhugaverð spurning hvað þurfi til að við fáum að vita um þolmörk almennings gegn ríkisstjórn sem álítur að gengishrun gjaldmiðilsins komi henni ekki við. Þótt því sé enn ósvarað hafa vörubílstjórar endurvakið trú mína á uppreisnareðli mannsins. Halda áfram að lesa

Vitaskuld

Einn moggabloggari hefur tjáð sig um dóm yfir manni sem Kínverjar dæmdu til fimm ára fangavistar fyrir að krefjast mannréttinda. Enginn hefur ´kommentað´ á færsluna þegar þetta er ritað. Færslur vegna fréttar af pólsku glæpagengi eru hinsvegar á þriðja tug og mikill fjöldi athugasemda við hverja færslu. Enda snertir hugsanleiki þess að einhver lemji mann og annan á Íslandi okkur miklu meira en mannréttindabrot og þjóðarmorð í fjarlægum heimshlutum. Halda áfram að lesa

Versta syndin

Birtingarmyndir dauðasyndanna sem samfélagseinkenna hafa verið mér hugleiknar í dag.

Hrokinn birtist í hverskyns valdníðslu. Við glímum við vandamál vegna hroka mannsins gagnvart náttúrunni. Lítill hluti einnar þjóðar telur sig svo rosalega innundir hjá Gvuði að það réttlæti bæði landtöku og þjóðarmorð. Borgarstjórn Reykjavíkur er skipt út álíka oft og tesíunum í Nornabúðinni og ekki eru kjósendur spurðir álits. Halda áfram að lesa