Verðlag hefur ekki lækkað í Kringlunni. Samt eru nánast öll bílastæði full. Úrvalið hefur heldur ekki minnkað, þessar verslanir eru ekki að losa sig við gamla lagera sem ganga ekki út. Hvar er kreppan? Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Særð eftir sýru
Fréttablaðið birtir í dag frétt með fyrirsögninni Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás. Þetta er sláandi fyrirsögn og rökréttast að álykta að ribbaldar hafi ráðist að henni í nótt eða gærkvöld með einhverskonar efnavopnum í þeim tilgangi að skaða hana.
Svo kemur í ljós að um er að ræða 2ja mánaða gamla frétt, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekki verið birt áður. Ekki var ráðist á Rannveigu, heldur bílinn hennar en hún varð fyrir þessu óhappi þegar hún opnaði bílinn sinn og efnið skvettist úr hurðarfalsi. Reyndar má draga í efa dómgeind manneskju sem snertir bíl sem hefur verið meðhöndlaður með efni sem er svo sterkt að það bræddi rúðurnar í bílnum hennar. Mig langar að sjá mynd af þeim rúðum því hafi sú frétt að önnur eins efnavopn séu komin í noktun hjá aðgerðasinnum verið birt fyrr, hefur hún farið fram hjá mér.
Sé það rétt að Rannveig hafi orðið fyrir meiðslum, lýsi ég samúð minni með henni. Ég held að langflestir umhverfissinnar vilji komast hjá því að valda manneskjum skaða hversu sekar sem þær eru. Mér er hinsvegar skítsama um bílinn hennar og mér er jafn drullusama um bíl Hjörleifs Kvaran. Því eins og umhverfissinnar hafa margbent á er jörðin ekkert ‘að deyja’ heldur er verið að drepa hana. Og þeir sem bera ábyrgð á því hafa nöfn og heimilisföng.
Hvað eru glæpasamtök?
Ég játa að mér finnst það óhugnanleg tilhugsun að Vítisenglar og álíka samtök nái fótfestu á Íslandi. Ég er hinsvegar líka meðvituð um að öll mín vitneskja um slík ‘gengi’ er til komin fyrir einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aldrei talað við neinn úr mótorhjólasamtökum á borð við Fáfni, hvað þá Vítisengil og veit í rauninni ekkert um það hvers vegna Vítisenglar ganga um (eða aka um) og berja mann og annan. Hverjir eru þeir og hvaðan koma þeir? Hvað eru þeir svona óánægðir með og hvað vilja þeir? Hvað er svona æðislegt við Helvíti? Hversvegna líta þeir á fórnarlömb sín sem óvini? Af hverju álíta þeir aðferðir sínar æskilegar? Halda áfram að lesa
Hættur, farinn
Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi.
Hugmynd í kollinum er gagnslaus
Margir virðast halda að það sé eitthvað merkilegt að fá hugmyndir. Þegar við opnuðum Nornabúðina á sínum tíma voru þó nokkuð margir sem höfðu samband með skilaboð á borð við:
Hlýddu
Ég hef gaman af orðum sem tákna tvennt ólíkt. Orðið ‘hljóð’ er sennilega undarlegasta orð íslenskunnar því það táknar í senn hávaða og þögn. Hvernig á að útskýra svona rugl fyrir nýbúum?
Dauðadómur yfir glæpamönnum
Hassan Raza er 23ja ára. Hann hefur verið á flótta frá 17 ára aldri. Hann flúði frá Grikklandi þegar menn á vegum fjölskyldu sóðapíkunnar (sem fjölskyldan drap, samkvæmt hefðum og réttlæti í heimalandi hans) réðust á hann, brutu í honum 4 rifbein og veittu ýmsa aðra áverka. Hassan Raza á ekki að vera í flóttamannabúðum. Hann á að vera í námi eða á vinnumarkaðnum eins og aðrir ungir menn. Hann á ekki að þurfa að fara aftur í aðstæður þar sem hann hefur góða ástæðu til að óttast um líf sitt, heldur á hann að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að lifa við öryggi.
Það sama á við um hina glæpamennina sem Íslendingar ætla nú að senda út í opinn dauðann. Menn sem hafa framið þá glæpi að rísa á einhvern hátt gegn valdi, hvort sem er opinbert vald eða hefðir; valdi sem þeir kusu ekki yfir sig og bera enga ábyrgð á.
Af öllum þeim pólitíska subbuskap sem hefur viðgengist síðan eini flokkurinn sem hefur sýnt mannúðarmálum áhuga komst til valda, er þessi ákvörðun svívirðilegust.
![]() |
Hælisleitendur sendir til Grikklands |
Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár
-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa
Gjöööörbreytt landslag
![]() |
27 nýir þingmenn |
Mikil bylting hefur orðið í íslenskum stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur umboð 23,7% kjósenda til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni á íslenskri náttúru og efnahagslífi.
Lufsa hans Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum rak hér um langt árabil efnahagsstefnu sem gerði okkur gjaldþrota auk þess að halda öllu sem máli skipti leyndu fyrir þjóðinni, fær 14,8%, samtals 38,5% atkvæða.
Þessvegna kýs ég ekki Borgarahreyfinguna frekar en aðra flokka
Margir hafa undrast viðbrögð mín við Borgarhreyfingunni og ég get svosem skilið að fólk sem er samdauna þeirri hugmynd að fulltrúalýðræði sé æðsta birtingarmynd réttlætis og frelsis telji Borgarahreyfinguna vera beinlínis róttækt skref í átt til þátttökulýðræðis. Flestir virðast ekki skilja að rót þeirrar spillingar og valdníðslu sem var forsenda efnahagshrunsins, og sem allt okkar afar vonda viðskiptasiðferði hvílir á, er sjálft stjórnkerfið.