Af hverju er það ekki sjúklegt?

Þegar ég var 12 ára fór ég í megrun. Ég var í heimavistarskóla og þekkti sjálfa mig nógu vel til þess að vita að ég myndi ekki standa við nein áform um að fá mér bara einu sinni á diskinn eða sleppa sósunni. Ég er gefin fyrir róttækar aðgerðir og mín lausn varð sú að sleppa því bara algjörlega að borða. Ég komst upp með það í tvo daga. Þá kom skólastjórinn til mín og spurði hvort ég væri veik. Hann var ósköp almennilegur en gerði mér grein fyrir því að hvort sem ég væri of feit eða ekki, liti hann á það sem merki um veikindi ef barn fengist ekki til að nærast og hann myndi því neyðast til að biðja foreldra mína að koma mér undir læknishendur ef ég borðaði ekki. Halda áfram að lesa

Barnaheimilið í Reykjanessbæ

Í Reykjanessbæ er gistiheimilið Fit (eða Fitjar?) Þar eru flóttamenn vistaðir eftir að þeir koma úr fangelsi fyrir skjalafals (en slík refsing stríðr gegn Flóttamannasamningi SÞ) og áður en þeim er synjað um hæli. Þótt formlega sé Fit ekki fangelsi er staðsetningin hamlandi og athyglisvert er að þegar lögreglan hefur komið til að henda mönnum úr landi en gripið í tómt, tala fjölmiðlar um að maðurinn hafi „strokið“, sem segir okkur heilmikið um það hlutverk sem þessar búðir gegna. Halda áfram að lesa