Jón Magnússon gerir aumkunarverða tilraun til að klóra yfir skítinn sem hann varð uppvís að í síðasta pistli sínum um málefni flóttafólks. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Stóri bróðir allsstaðar
Einu sinni var breskur njósnari sem hét Mark Kennedy. Eitt verkefna hans var að villa á sér heimildir, bregða sér í líki umhverfisverndarhippa og fylgjast með aðgerðum friðsamrar hreyfingar sem beitti beinum aðgerðum í andófi sínu gegn yfirtöku stóriðjufyrirtækja á náttúru Íslands. Halda áfram að lesa
Ólöglegir innflytjendur fá ekki krónu
Jón Magnússon fullyrðir að ólöglegir innflytjendur fái 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði og Pressan lepur þessa speki upp án þess að sýna minnstu viðleitni til að fá þetta staðfest eða leita skýringa á því hversvegna ólöglegir innflytjendur fái hærri greiðslur en löglegir borgarar. Halda áfram að lesa
Af hverju er það ekki sjúklegt?
Þegar ég var 12 ára fór ég í megrun. Ég var í heimavistarskóla og þekkti sjálfa mig nógu vel til þess að vita að ég myndi ekki standa við nein áform um að fá mér bara einu sinni á diskinn eða sleppa sósunni. Ég er gefin fyrir róttækar aðgerðir og mín lausn varð sú að sleppa því bara algjörlega að borða. Ég komst upp með það í tvo daga. Þá kom skólastjórinn til mín og spurði hvort ég væri veik. Hann var ósköp almennilegur en gerði mér grein fyrir því að hvort sem ég væri of feit eða ekki, liti hann á það sem merki um veikindi ef barn fengist ekki til að nærast og hann myndi því neyðast til að biðja foreldra mína að koma mér undir læknishendur ef ég borðaði ekki. Halda áfram að lesa
Ekki lengur svalur forseti
Ólafur Ragnar er sumsé ákveðinn í að halda áfram. Og alveg búinn að gleyma því að hann bauðst til þess af göfuglyndi sínu að sitja tvö ár í viðbót. (Einar Karl kjarnhreinsaði framboð Ólafs hér, jafnvel Lára Hanna hefði ekki skafið jafn snyrtilega utan af honum.) Halda áfram að lesa
Að gleypa sníkjudýr
Að hugsa sér örvæntinguna sem fær fólk til að gleypa sníkjudýr í von um að grennast. Hljómar eins og geðveiki ekki satt? Ég trúi því nú reyndar ekki að þetta sé „vinsæl“ grenningaraðferð en allt er víst til Halda áfram að lesa
Enn einn bullkúrinn
Ég var ekki fyrr búin að pósta síðustu færslu en ég rakst á þetta endemis bull.
Kona sem segist grennast um heilt kg á einni viku með því að vera í megrun þrjá daga vikunnar en borða allan „venjulegan“ mat (hvað sem það nú merkir) hina dagana. Halda áfram að lesa
Þarf ég fitu til að brenna fitu?
Ég hef aldrei verið heilsufrík og ekki fylgst sérstaklega með umræðu um líkamsrækt, næringu og megrun. Þó hef ég ekki komist hjá því að verða hennar vör og stundum heyrt fremur ótrúverðugar staðhæfingar.
Barnaheimilið í Reykjanessbæ
Í Reykjanessbæ er gistiheimilið Fit (eða Fitjar?) Þar eru flóttamenn vistaðir eftir að þeir koma úr fangelsi fyrir skjalafals (en slík refsing stríðr gegn Flóttamannasamningi SÞ) og áður en þeim er synjað um hæli. Þótt formlega sé Fit ekki fangelsi er staðsetningin hamlandi og athyglisvert er að þegar lögreglan hefur komið til að henda mönnum úr landi en gripið í tómt, tala fjölmiðlar um að maðurinn hafi „strokið“, sem segir okkur heilmikið um það hlutverk sem þessar búðir gegna. Halda áfram að lesa
Flóttamannahluti Silfursins
Hér er flóttamannahlutinn af viðtalinu sem birtist í Silfri Egils síðasta sunnudag. Þess má geta að hvergi í gögnum Útlendingastofnunar er saga Mohammeds Lo dregin í efa.