Ég gekk til dyngju minnar til að hafa fataskipti áður en ég opnaði búðina. Þar sem ég stóð á nærbuxunum var barið að dyrum eigi allóhraustlega og ég heyrði óm af samræðum fyrir utan. Halda áfram að lesa
Ljóð fyrir ógrátinn Íslending
Andartak þagnar.
Hrafnskló við brjóst.
Hvort mun það Huginn
sem rekur klær milli rifja
eða Muninn sem sífellt rýfur
í marggróin sár?
Kyssir kólralskó
og ég sé í augum þér spurn
bak við litaðar linsurnar.
„Hvað hendir hjarta þess
sem verður þér náinn?“
„Engar áhyggjur ljúfastur,
hrafnar kroppa náinn
-að endingu
en þú ert nú lifandi enn.“
Lifandi enn
og þó stendur haugurinn opinn.
Flýgur hrafn yfir
og enginn þig svæfir.
Missti af
Ég missti af haustinu.
Missti af sumrinu líka.
Og vorinu.
En veturinn ætlar ekkert að fara fram hjá mér.
Svona stór
Skv. fréttum NFS í dag er hvalurinn sem var landað í morgun, allt of stór til að hægt sé að selja hann á heimamarkaði. Er þetta haft beint eftir skipstjóranum.
Í meðförum RÚV hljómar þetta alls ekki neikvætt. Íslendingar munu ekki fá að „njóta“ kjötsins af hvalnum sem „þykir stór“. Ekki er tekið fram að stórir hvalir þyki vondir á bragðið.
Fundarlaun fyrir réttan maka
Mig langar í mann og það er laugardagskvöld. Ætti ég þá ekki að vera á leiðinni út á lífið? Það er víst lítill tilgangur í því að kasta ástargaldri ef maður fylgir honum svo aldrei eftir.
Málið er að ég nenni því ekki. Mig langar í mann en ekki nógu mikið til að ég sé tilbúin til að leggja það á mig að fara inn á þá subbulegu og þrautleiðinlegu staði sem kallast skemmtistaðir. (Auk þess eru mennirnir sem ég hef áhuga á ekki þar, heldur einir heima hjá sér með góða bók eða bíómynd.) Halda áfram að lesa
Nammidagar
Amma vann í lúgusjoppunni á Langholtsvegi. Ég var þriggja eða fjörurra ára og stöku sinnum var ég hjá henni í vinnunni, kannski einn eða tvo tíma. Ég veit ekki hvernig það kom til en finnst líklegast að þetta hafi verið ráðstöfun til að brúa bilið milli leikskóla og vinnutíma móður minnar eða eitthvað í þá veru. Halda áfram að lesa
Án markmiðs
Stundum sat ég langtímum og horfði á líf mitt líða hjá.
Það voru alls ekki slæmir dagar.