Af og til fæ ég þá grillu í höfuðið að ég yrði hamingjusamari ef mér tækist að safna brjóstum. Þegar það gengur ekki upp dettur mér stundum í hug að safna fyrir brjóstum. Ég held að Viktoría sé með sama syndromið. Sem betur fer er ég ekki eins rík og hún.
Út um rassgatið á sér
Stundum efast ég um að fólk geti virkilega verið eins vitlaust og það gefur sig út fyrir að vera. Umræðurnar á Moggablogginu í framhaldi af uppákomu nokkurra aktivista í Kringlunni í gær eru gott dæmi. Hver bloggarinn af öðrum lýsir hneykslun sinni en virðist ekki hafa áttað sig á því hvað málið snýst um. Halda áfram að lesa
Grasekkja
Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég er háð Orðsifjabókinni, fyrr en ég lánaði Magga hana. Þessar 3 vikur hefur varla liðið dagur án þess að ég finni hjá mér sérstaka þörf fyrir að fletta henni.
Í augnablikinu er það orðið grasekkja sem þvælist fyrir mér. Er hún grasekkja af því að hún nennir ekki að elda þegar karlinn er að heiman og hefur bara salat í matinn? Eða kannski hugsunin sé sú að karlinn sé nú meiri grasasninn að tolla ekki heima hjá sér?
Tjásur:
Og spunahjólið snýst
Það var farið að hvarfla að mér að Pokurinn hefði svikið mig og að ég þyrfti að sitja uppi með mína sálarlufsu sjálf.
Mig grunaði reyndar að ég þyrfti að útvega eitthvað til viðbótar við sálina (enda er hún ekki sérlega eiguleg) til að koma honum í stuð en ég vissi ekki almennilega hvað það ætti að vera. Nú er það loksins komið á hreint. Halda áfram að lesa
Jamm dagsins
Frjádagur enn og aftur á heimsbjörgunarbuxunum (það eru köflóttar náttbuxur en slík múndering ku víst afar hentug til byltinga af ýmsum toga) og búinn að koma sér fyrir í sveitarsælunni ásamt dömunni og mannætupotti. Ég er því aftur ein á Vesturgötunni og þótt sé yndislegt að hafa félagsskap, verð ég að játa að of mikið drasl í of litlu rými dregur dálítið úr kátínu minni til lengdar.
Halda áfram að lesa
Matur drepur!
Saltkjöt er bráðdrepandi.
Grillmatur er krabbameinsvaldandi.
Rauðar M&M kúlur líka.
Kleinur valda kransæðastíflu.
Og kokteilsósa.
Kaffi veikir ónæmiskerfið.
Sykur veldur offitu, geðveiki og sykursýki.
Aspartam er gríðarlega hættulegt.
Líka MSG.
Og nú Tófú.
Ég held ég sé að ná þessu. Fólk deyr af völdum fæðu. Hver munnbiti sem þú kyngir, færir þig nær sjúkdómum og dauða.
Sjúkt
-Þið sjúklingar. Sagði hún það já? Kemur ekki á óvart. Við lifum í svo heilbrigðu samfélagi sjáðu til. Getur þú annars sagt mér hvað er svona sjúkt við að langa til að finna að maður geti treyst einhverjum fullkomlega? sagði Ljúflingur. Halda áfram að lesa
