Matur drepur!

Saltkjöt er bráðdrepandi.
Grillmatur er krabbameinsvaldandi.
Rauðar M&M kúlur líka.
Kleinur valda kransæðastíflu.
Og kokteilsósa.
Kaffi veikir ónæmiskerfið.
Sykur veldur offitu, geðveiki og sykursýki.
Aspartam er gríðarlega hættulegt.
Líka MSG.
Og nú Tófú.

Ég held ég sé að ná þessu. Fólk deyr af völdum fæðu. Hver munnbiti sem þú kyngir, færir þig nær sjúkdómum og dauða.

One thought on “Matur drepur!

  1. —————————————-

    Hmm…voru það ekki bláu kúlurnar?

    en rétt er það, við mjökumst til moldar með hverjum munnbita.

    Posted by: baun | 9.07.2008 | 8:29:53

    —————————————-

    Kannski voru það bláu kúlurnar. Ég man að þegar ég var lítil átti systir mín rauðan plastdisk og þegar fréttist af því að rautt litarefni væri lífshættulegt, henti móðir mín þessum disk. Það getur verið að ég sé að rugla þessu saman. Til öryggist er auðvitað best að forðast hvorttveggja. Innbyrða eingöngu gular M&M þar til kemur í ljós hvaða hryllingssjúkdóma má rekja til gula litarefnisins.

    Posted by: Eva | 9.07.2008 | 8:47:04

    —————————————-

    Og ef þú borðar alls ekki tryggirðu nokkuð skjótan dauðdaga. Vandlifað! :o)

    Posted by: Sigga | 9.07.2008 | 11:48:33

    —————————————-

    Já, nú hló ég upphátt. Þegar ég var barn frétti móðir mín að smjör og smjörlíki færði mann hraðbyri nær himnaríki sökum alls kólesterólsins sem maður innbyrti við að steikja mat upp úr því. Hún skipti snarlega yfir í ólívuolíu, sem hefði verið allt í lagi, nema að konan poppaði meiraðsegja uppúr henni. Bragðið var viðbjóður en þegar ég kvartaði var mér sagt að þetta væri svo „hollt“ og hitt væri svo „óhollt“.
    Fyrir stuttu las ég rannsóknir sem staðhæfðu að ólívuolía til steikingar væri fjórum sinnum (eða eitthvað, man svo sem ekki nákvæma tölu) líklegri til að valda hjartaáfalli en smjör og smjörlíki…
    Svo er mjólkurdeilan mikla: annaðhvort er mjólkin brjálað óholl og vond í maga og svo framvegis, eða það besta sem hægt er að drekka svo beinin molni ekki bara einn góðan veðurdag.
    Ég er löngu hætt að hlusta á svona „sveiflur“… held mig við eigin sannfæringu: allt er best í hófi – grænmeti er HOLLT. Punktur. 😀

    Posted by: Hildur Ýr Ísberg | 9.07.2008 | 15:04:26

Lokað er á athugasemdir.