Jamm dagsins

Frjádagur enn og aftur á heimsbjörgunarbuxunum (það eru köflóttar náttbuxur en slík múndering ku víst afar hentug til byltinga af ýmsum toga) og búinn að koma sér fyrir í sveitarsælunni ásamt dömunni og mannætupotti. Ég er því aftur ein á Vesturgötunni og þótt sé yndislegt að hafa félagsskap, verð ég að játa að of mikið drasl í of litlu rými dregur dálítið úr kátínu minni til lengdar.

Faðir minn spurði mig í gær hvort gæti ekki verið að drengurinn hefði látið sér vaxa hárgöndla svo hann neyddist til að fara í almennilega klippingu. Taldi hugsanlegt að pilturinn væri búinn að átta sig á því hve druslulega hann lítur út með sítt hár en tímdi samt ekki að klippa það og væri nú ómeðvitað að ganga fram af sjálfum sér. Ojæja, það hlaut einhverstaðar í fjölskyldunni að leynast maður með ævintýralegt hugmyndaflug.

Líkamsrækarkortið mitt er útrunnið og ég hef ekkert endurnýjað það svo ég hef ekki hreyft mig í hálfan mánuð. Hef ekki fundið fyrir neinum fráhvörfum. Fæ hinsvegar nóg endorfínkikk (eða eitthvert annað afskaplega gott kikk) því Lærlingurinn færði mér sumarbirgðir af uppáhaldssúkkulaðinu mínu þegar hann kom frá Ítalíu. Ég hef líka borðað mikinn Sjoppmundarís en lítið af káli. Finn samt ekki fyrir því að ég sé neitt minna hress en í júní þegar ég nærðist „rétt“, sleppti kaffinu og lyfti lóðum.

Ætla samt að borða eitthvað hollt í dag. Er eiginlega búin að lofa því.
Það er gott að elska, ef maður þarf að bremsa.

 

One thought on “Jamm dagsins

 1. —————————————-

  takk fyrir síðast:)

  Posted by: baun | 10.07.2007 | 9:52:22

  —————————————-

  Takk sömuleiðis Baun, við þurfum að hittast oftar.

  Posted by: Eva | 10.07.2007 | 11:55:09

Lokað er á athugasemdir.