Laumutrúboð

Einhver bjargvætturin hefur dundað sér við að lauma ritningargreinum á milli tepakkanna í hillunum hjá mér. Sá hefur þó ekki viðrað guðsótta sinn við mig eða Alexander upphátt. Þökk sé Angurgapa.

 

Eitlaleit

Í fríinu mínu rifjaði Hulla systir mín upp fyrir mér læknisskoðanirnar í litlum skóla úti á landi, þar sem við ólumst upp um tíma. Líklega hefur læknir komið á staðinn til að bólusetja hluta af hópnum en annars var læknisskoðunin í höndum prestins og skólastjórans sem var kona prestsins. Hún gegndi, ef ég man rétt, hlutverki ritara við þessa viðmiklu rannsókn á allt að 50 börnum. Auk þeirra var sonur þeirra hjóna 5-7 ára gamall, ávalt viðstaddur læknisskoðunina. Hlutverk hans var þó óljóst. Halda áfram að lesa

Eitlaleit

Í fríinu mínu rifjaði Hulla systir mín upp fyrir mér læknisskoðanirnar í litlum skóla úti á landi, þar sem við ólumst upp um tíma. Líklega hefur læknir komið á staðinn til að bólusetja hluta af hópnum en annars var læknisskoðunin í höndum prestins og skólastjórans sem var kona prestsins. Hún gegndi, ef ég man rétt, hlutverki ritara við þessa viðmiklu rannsókn á allt að 50 börnum. Auk þeirra var sonur þeirra hjóna 5-7 ára gamall, ávalt viðstaddur læknisskoðunina. Hlutverk hans var þó óljóst. Halda áfram að lesa

Heræfing í heimkeyrslunni

Vaknaði í súðarherbergi í Hullusveit, laust fyrir kl 7 í gærmorgun við skothríð. Mér datt helst í hug að þetta væri einhver satanísk landbúnaðarvél. Mér skjátlaðist, þetta var sumsé vélbyssuskothríð en líklega bara gerviskot. Herinn var nefnilega með æfingu í garðinum hjá Hullu og Eika. Þegar Hulla var á heimleið eftir að hafa komið börnunum í skólann, rak hermaður í felubúningi, með hjálm og andlitsmálningu hausinn út úr runna rétt við innkeyrsluna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herinn er með æfingu í þessu friðsæla sveitaþorpi. Í fyrra ók hertrukkur alveg upp að húsinu og notaði planið fyrir framan útidyrnar til að snúa við. Mér finnst þetta ekki í lagi.

 

Rekinn!

Haukur er mikil félagsvera og þótt hann hafi strax tekið þá afstöðu að líta á dóminn sem launað frí til menntunar og ritstarfa í þágu Saving Iceland, og þótt hann hafi notið þeirra forréttinda að fá að valsa eftirlitslaust um borgina var hann samt feginn þegar honum var sagt að hann yrði fluttur á Skólavörðustíginn þann 13. ágúst. Halda áfram að lesa