Án rósa

-Viltu vera hjá mér í nótt?
-Auðvitað vil ég það en það er víst að ég geti það.
-Auðvitað geturðu það. Það er hinsvegar ekki víst að þú viljir það nógu mikið til að nenna veseninu sem það getur kostað. En það er allt í lagi, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki á forgangslistanum hjá þér. Halda áfram að lesa

Undarlegt gildismat

Hvernig komast menn að þeirri niður stöðu að það sé óþarft að krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim sem sparka í höfuð samborgara sinna á sama tíma og þeir sem standa í fíkniefnainnflutningi eru nánast alltaf teknir úr umferð? Nú er ég ekki að mæla með kókaínsmygli en þegar allt kemur til alls þá ræður fólk því sjálft hvort það notar vímuefni. Hinsvegar er næsta sjaldgæft að kúnninn hringi í Glanna Glæp og biðji hann kurteislega að koma og sparka í hausinn á sér.

Undir mottuna

Efasemdir eru sársaukafullar og þeir hugsa sem efast. Þessvegna held ég að allt hugsandi fólk lendi einhverntíma í því að líða illa í pólitíkinni. Við því er tvennt í boði. Annaðhvort að horfast í augu við að stundum séu hlutirnir ekki alveg nákvæmlega eins og maður helst vildi, endurmeta stöðuna og taka upplýsta afstöðu, eða þá að sópa undir mottuna því sem raskar hugarró manns og leiða hugann að einhverju öðru, þar til maður sjálfur og flestir aðrir hafa gleymt því sem hvíslaði að manni efasemdum um að maður hefði fullkomna yfirsýn yfir litla þrönga kassann sem maður lifir í.