Grýlan er brostin á fyrir alvöru. Svefntruflanir, flökurleiki, máttleysi, magaverkir, vöðvabólga, sinadráttur og nætursviti. Ég naga neglurnar, þamba mjólk, verður ekkert úr verki, forðast óþægileg viðfangsefni, fæ skjálftaköst í hvert sinn sem síminn hringir. Ef þetta versnar verð ég lögst í grátköst um helgina. Halda áfram að lesa
Bílkynhneigð
Um daginn varð mér það á að missa út úr mér nokkuð sem ég gerði mér enga grein fyrir að hljómaði sem töfraþula í eyrum sonar míns. „Pegasus á svona bíl“, þannig hljómar hið heilaga orð. Hann hefur hreinlega ekki látið mig í friði síðan.
-Fokk nei, ég trúi þér ekki!
-Ertu viss um að hann eigi hana sjálfur?
-Er hún ekta? Ertu viss um að það sé ekki bara eitthvað drasl með svipað útlit?
-Er ryð í henni?
-Er hann með hana í almennilegum bílskúr? Halda áfram að lesa
Bjargvætturinn í hárinu
Ástæðan fyrir því að hún klippti af sér hárið var auðvitað sú að með því móti gat hún bundið fléttu við svalahandriðið og sigið niður af sjálfsdáðum, þegar og ef henni svo þóknaðist. Hana vantaði ekki bjargvætti, heldur penna til að leysa þessa japönsku talnaþraut og prinsinn leit hreint ekki út fyrir að hafa nokkurntíma heyrt um slíkt verkfæri getið. Auk þess fannst henni ekki kúlt að hafa sverðsveiflandi apakött hangandi í hárinu. Halda áfram að lesa
Morðgátukvöld
Frumkvöðlakonur spila ekki endilega eftir reglunum eins og sannaðist í morðgátuferðinni um helgina. Lögfræðingurinn var orðinn fremur ráðvilltur á svip þegar hann sat óvænt uppi með lík, sem engan veginn passaði inn í söguþráðinn og einn þátttakenda lá eins og ormur á gulli á hlut sem gegndi stóru hlutverki í lausn gátunnar. Halda áfram að lesa
Furumflumm
-Bíddu. Það er hvasst, ég skal halda hurðinni, sagði hann og snaraðist út úr bílnum.
-Eða móðgastu nokkuð þótt ég opni fyrir þig og svoleiðis? spurði hann svo en virtist ekki hafa sérstakar áhyggjur af því. Meira svona eins og hann væri að spyrja fyrir kurteisis sakir. Halda áfram að lesa
Kátt í höllinni
Ógnvaldur grunnildanna fær að vera hér áfram.
Ég þarf að fara að æfa mig í kranaklifri.
Ástarbréf
Æ, bróðir minn litli.
Heldurðu virkilega að ég viti ekki að þú ert að fylgjast með mér?
Þú sem veist hvað ég er logandi hrædd við stóra bróður, hélstu í alvöru að ég tæki eftir neinu óvenjulegu? Eða að ég fyndi ekki einhvern klárari en þig sem fengi botn í málið fyrir mig? Ég verð að viðurkenna að ég er ofurlítið impóneruð yfir því að þú skulir fara svona að, það hlýtur að hafa kostað nokkra fyrirhöfn en sjálfs þín vegna ættirðu samt að ganga inn um aðaldyrnar næst.
Ég veit hvað þú ert að hugsa og það er rökrétt, því eins og ég hef áður sagt þér eru hlutirnir oftast nákvæmlega eins og þeir líta út fyrir að vera. Málið er að sálarlíf fólks er bara ekki alltaf rökrétt og þú verður að horfa á heildarmyndina ef þú ætlar að fá rétta niðurstöðu.
Ég er ekkert búin að yfirgefa þig yndið mitt. Ég þurfti bara nokkurra vikna frið til að sætta mig við það sem ég þoli ekki.