Bjargvætturinn í hárinu

Ástæðan fyrir því að hún klippti af sér hárið var auðvitað sú að með því móti gat hún bundið fléttu við svalahandriðið og sigið niður af sjálfsdáðum, þegar og ef henni svo þóknaðist. Hana vantaði ekki bjargvætti, heldur penna til að leysa þessa japönsku talnaþraut og prinsinn leit hreint ekki út fyrir að hafa nokkurntíma heyrt um slíkt verkfæri getið. Auk þess fannst henni ekki kúlt að hafa sverðsveiflandi apakött hangandi í hárinu. Halda áfram að lesa

Saga handa prinsessunni sem er með hinn fullkoma kjól á heilanum

Einu sinni var prinsessa. Hún var galin. Hún var með kjóla á heilanum og stór hluti dagsins fór í að skoða kjóla, máta kjóla, afskrifa kjóla sem henni líkuðu ekki, reyna að þröngva kjólum sem hún var hrifin af en pössuðu henni ekki upp á systur sínar og reyna að fá saumakonu hirðarinnar til að breyta kjólum þannig að þeir féllu henni betur í geð. Og það var ekki nóg með að hún væri með kjóla á heilanum, hún hafði líka svo hörmulegan smekk og hún gerði sér m.a.s. grein fyrir því sjálf og klæddist þessvegna sjaldan því sem hún helst hefði viljað þótt hún gæti auðveldlega fengið allt sem hún benti á. Halda áfram að lesa

Saga handa marbendli

Einu sinni var marbendill einn hláturmildur. Marbendill þessi var ákaflega höfuðstór eins og títt er um marbendla. Taldi hann sjálfur að höfuðstærð hans væri til marks um óvenjulegt innsæi og þóttist hann jafnan kunna skil á þeim kátlegu hvötum sem lágu að baki flestum mannanna gjörðum. Þótti honum fádæma fyndið þegar hann sá kokkála fagna eiginkonum sínum, bændur sparka í hunda sem hlupu gjammandi á eftir bílum þeirra og ferðamenn bölva féþúfum þegar þeir hnutu um þær af tilviljun. Halda áfram að lesa

Saga handa Anonymusi

Einu sinni var lítið lýðræðisríki sem hét Afþvíbaraborg. Í Afþvíbaraborg giltu lög og reglur eins og í öðrum lýðræðisríkjum. Afar sanngjörn lög og fullkomin. Ein greinin í lögum um rétt manna til atvinnu, kvað t.d. á um að menn mættu byggja ljótar og illalyktandi síldarbræðsluverksmiðjur í almenningsgörðum, ef þá langaði í nýjan fjallajeppa. Í lögum um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna sagði að menn mættu beita maka sína „líkamlegum hvatningaraðgerðum innan hóflegra marka“ ef þeir leggðu ekki nógu mikið til heimilisins. Svona var nú réttarfarið fullkomið í Afþvíbaraborg. Allt skráð í bókina með milligreinum, reglugerðum og öllu. Halda áfram að lesa