Flassbakk frá 1970.
Jóa situr bak við sjónvarpsskápinn í ömmuhúsi. Eða var það sófinn? Hún er er í kjól og sokkabuxum með gatamynstri af því að það er sunnudagur og svo er hún með nokkur pappírsblöð, vaxliti og skæri og dundar sér við að lita og klippa. Hún er svo stór að hún má alveg hafa skærin. Með því skilyrði að hún klippi ekki fötin sín auðvitað.