Línur

Flassbakk frá 1970.

Jóa situr bak við sjónvarpsskápinn í ömmuhúsi. Eða var það sófinn? Hún er er í kjól og sokkabuxum með gatamynstri af því að það er sunnudagur og svo er hún með nokkur pappírsblöð, vaxliti og skæri og dundar sér við að lita og klippa. Hún er svo stór að hún má alveg hafa skærin. Með því skilyrði að hún klippi ekki fötin sín auðvitað.

Halda áfram að lesa

Nýtrú

Anna: Ég sá Jesus Crist Superstar og allt í einu áttaði ég mig á því að eftir 50-100 ár verða fígúrur eins og Ophra Winfrey og Dr. Phil tekin í dýrðlingatölu. Fólk er svo sjúkt í persónudýrkun sinni.
Eva: Það er svosem skiljanlegt að fólk dýrki gaur sem breytti vatni í vín. Halda áfram að lesa

Uncanny

Einu sinni elskaði ég mann svo heitt að ég lokaði vefbókinni minni til að geðjast honum. Ef einhver annar hefði sagt mér að hann hyggðist gera það sama hefði ég sagt viðkomandi að það væri sjúkt og rangt og að sá sem væri tilbúinn til að þyggja slíka fórn væri hennar sennilega ekki verður. Ég gerði það samt. Reyndar fórnaði ég líka heimili mínu og fjárhagslegu öryggi áður en hann gaf skít í mig en það var nú ekkert eins erfitt. Halda áfram að lesa

Þú átt það skilið

Hvenær á maður eitthvað eitthvað skilið? Ég ólst upp við þá túlkun á orðasambandinu að það merkti það sama og að verðskulda eitthvað. Maður á eitthvað skilið af því að maður hefur á einhvern hátt unnið til þess.

Mér finnst mjög algengt að í dag sé þetta notað í sömu merkingu og að eiga rétt á einhverju. Maður getur hinsvegar vel átt rétt á einhverju án þess að verðskulda það. Fjöldamorðingi á t.d. rétt á mannúðlegri meðferð, sama hversu hrottalega hann hefur hegðað sér og ég á rétt á þjónustu þegar ég kem inn á veitingastað, þótt ég hafi ekki gert neitt annað en að koma þangað inn.

Hefur notkunin á orðunum ‘að eiga það skilið’ breyst eða er það bara mín fjölskylda sem leggur þennan skilning í málið?

Enn eitt lúxusvandamálið

Óttalega er nú bjánalegt hvað mér finnst alltaf kvíðvænleg tilhugsun að koma jólunum í geymslu. Það hefur aldrei verið hið minnsta vandamál og sjaldan tekið langan tíma. Reyndar hefur það aldrei verið minna mál en í þetta sinn, þar sem ég hef aldrei verið í minni íbúð og þ.a.l. aldrei með minna skraut, hvorugur strákanna setti neitt upp í sínu herbergi og við settum ekki upp jólatré (enda hvergi almennilegt pláss fyrir það.)

Þetta er ein ljósakeðja, aðventukrans og einn kassi með kannski 10-15 hlutum. Auk þess er Darri heima og þótt hann sé ekki haldinn taumlausri afjólunarástríðu verður ekkert mál að fá hann til að hjálpa mér að taka niður háaloftsstigann og setja hann upp aftur en það er erfiðasti hlutinn af þessu prógrammi. Ég reikna með 12 mínútum í verkið. Samt líður mér eins og ég sé að fara í Bónus.

Í nærveru sálar

Þótt ég sé yfirhöfuð ekkert hrifin af því að vera gagnrýnd (þeir sem þykjast vera ánægðir þegar þeim er bent á vankanta sína eru jafn miklir lygarar og þeir sem segjast fagna samkeppni eða lögreglurannsókn) þá gengur mér yfirleitt nokkuð vel að takast á við geðshræringuna sem óhjákvæmilega fylgir því að þurfa að horfast í augu við sjálfan sig. Hitt er svo annað mál að óumbeðin gagnrýni er sjaldnast uppbyggileg en ég hef svosem aldrei verið í vandræðum með að svara fyrir mig. Mér finnst í raun auðveldara að takast á við ósanngirni og dónaskap en verðskuldaðar útásetningar, líklega af því að í þeim tilvikum lít ég svo á að það sé gagnrýnandinn eigi við stærri vandamál að stríða en ég. Halda áfram að lesa

En leiðinlegt

Einhver Gunnar Sveinsson skrifar í sunnudagsmoggann í tilefni af úrfellingu kristilegs siðgæðis úr námskrá grunnskólanna. segir m.a.

Þótt samstarf við skólana sé á þeirra forsendum eins og rætt er um getur Þjóðkirkjan eða biskup að mínu áliti aldrei samþykkt að fella niður að starfshættir skólanna mótist af kristilegu siðgæði.

Æjæ. Getur Þjóðkirkjan ekki samþykkt það? Það var nú leitt en því miður, Þjóðkirkjan ræður bara ekki rassgati um skólastarf í landinu. Þjóðkirkjan ræður reyndar ekki einu eða neinu fyrir utan sitt eigið starf og kann ég Siðmennt og Vantrúarmönnum bestu þakkir fyrir að opna augu Þorgerðar Katrínar og almennings í landinu fyrir því.