Nýtrú

Anna: Ég sá Jesus Crist Superstar og allt í einu áttaði ég mig á því að eftir 50-100 ár verða fígúrur eins og Ophra Winfrey og Dr. Phil tekin í dýrðlingatölu. Fólk er svo sjúkt í persónudýrkun sinni.
Eva: Það er svosem skiljanlegt að fólk dýrki gaur sem breytti vatni í vín.
Anna: Það þarf náttúrulega ekkert kraftaverk til að breyta vatni í vín. Það eina sem þarf er sykur, ger og svolítill tími. Þannig að Jesús hefur líklega bara verið landabruggari.
Eva: Sonur minn Byltingin er sandalahippi alveg eins og Jesús og auk þess breytti hann vatni í vín núna fyrir jólin og finnst gaman að halda ræður. Spurning hvort við erum ekki bara með frelsara í fjölskyldunni.
Anna: Sko það eina sem vantar inn í þetta er meyfæðingin og þá gætirðu stofnað trúarbrögð í kringum hann. Það gæti orðið ágæt tekjulind.
Eva: Versta helvíti að hann er ekki eingetinn, allavega man ég ekki eftir neinum engli.

Anna: Hugsaðu nú Eva, þú hlýtur að hafa verið með einhverjum á þessum tíma sem var óvenju loðinn á bakinu, kannski var það fiður. Sko nú þarftu bara að láta krossfesta hann og þá geturðu selt flísar úr krossinum á e-bay og orðið forrík.
Eva: Ég hugsa að hann væri frekar til í að láta hengja sig í byggingarkrana en það er nú ekki eins einfalt að selja flísar úr byggingakrana og krossi.
Anna: Jújú það er ekkert mál. Þú lætur bara kurla hann niður.
Eva: Greit, svo gæti ég selt kurlið í 100 gramma pökkum og látið setja mynd af honum á umbúðirnar, í ponsjóinu og með skítaglott.

Anna: Veistu það, eftir þessa sýningu á ég bara hreinlega erfitt með að kalla titrarann minn Jesús. Ég er að hugsa um að skipta um nafn.
Eva: Júdas var náttúrulega meiri töffari. Til í að rísa gegn hópnum og svona.
Anna: Kannski. En ég er svona að velta því fyrir mér hvernig ástmögur minn brygðist við ef ég færi skyndilega að hrópa Júdas! Júdas! í miðjum klíðum. Flestum er sko alveg sama þótt maður kalli þá Jesús en hvað varðar Júdas er ég ekki eins viss.

One thought on “Nýtrú

  1. ——————————-

    Anna, langar þig ekkert að hrópa: Krummi, Krummi! eftir sýninguna?

    merkilegar pælingar hjá ykkur stöllum:D

    Posted by: baun | 8.01.2008 | 19:19:00

    ——————————-

    Mig langaði að hrópa „Heródes, Heródes!“

    Annars fannst mér skrítið að lesa þessa færslu því Eva hefur gefið mér orðaforða sem ég nota ekki. Ég í bundnu máli.

    Posted by: anna | 8.01.2008 | 21:37:37

    ——————————-

    D sus

    Posted by: hildigunnur | 9.01.2008 | 13:10:01

    ——————————-

    Jamm. Líklega hefðurðu sagt „gaurinn“ eða bara „hann“ en ekki ástmögur. Það eru víst ekki margir aðrir en ég sem nota það orð.

    Posted by: Eva | 9.01.2008 | 14:46:55

    ——————————-

    Það er bara skrítið að sjá hvernig þú vinnur úr því sem ég segi. Af því ég þekki mig ekki í þessu samtali – þó þetta sé í megindráttum innihald þess sem fór okkar á milli, þá upplifi ég þetta ekki sem „mig“.

    Just weird.

    Posted by: anna | 9.01.2008 | 18:33:40

Lokað er á athugasemdir.