Undarleg skólastefna

Jón Gnarr vill að bólusetningar verði forsenda fyrir skólavist.

Það er nú reyndar skólaskylda á Íslandi svo ef Gnarrinn á líka við grunnskólana þá þyrftu sveitarfélögin líklega að bjóða upp á sérskóla fyrir óbólusett börn. Það væri nú áhugavert að heyra álit MDE á þeirri hugmynd að synja börnum um skólavist eða reka annarskonar aðskilnaðarstefnu. Nei ég er ekki að mæla því bót að foreldarar láti ekki bólusetja börn en Jón þarf að hugsa þetta betur.

Í ólestri

Aðalnámskrá grunnskólanna er full af frösum um lýðræði, sjálfbærni, jafnrétti og fleiri gildi sem er ekki hægt að kenna nema með því að lifa eftir þeim. Þar er hinsvegar sáralítil áhersla á lestur.

Kennarar mótmæla því að áherslan á lestur sé lítil enda sé hún grunnþáttur menntunar skv aðalnámskrá. Ojæja. Einn af sex „grunnþáttum“ og sá eini sem er hægt að mæla. Ég held reyndar að lestrarkunnátta sé nauðsynleg – ennþá – en hvaða Guð ákvað að 300 orð á mínútu væri hæfilegt?

Ef sá hinn sami getur gert okkur öll sjálfbær og heilbrigð og lýðræðiseitthvað og allt það, þá skal ég trúa því að hann geti lika gert okkur hraðlæs og hamingjusöm. En á meðan ekkert bendir til þess að skólarnir skili af sér fólki sem er skrár innrætt en fyrri kynslóðir, þá gef ég ekkert fyrir svona markmiðaræpu, hvort heldur markmiðin varða lestur eða göfgi mannsandans.

Kristni í skólum enn eina ferðina

Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá Matthías Ásgeirsson til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna?

Nú, er það annað? Gott og vel Hanna Birna. Semjum. Þú mátt hleypa kirkjunni inn í skólana til að fara með faðirvorið og syngja sálma ef ég má koma og fara með gullkorn úr anarkistunni minni og fá anarkistakórinn til að syngja „kók er kúkur kapítalsins“.

Kannski ætti hinn kristilegi innanríkisráðherra landsins að kenna Útlendingastofnun að gæta sinna minnstu bræðra og koma á kærleika, umburðarlyndi og öðrum „kristilegum gildum“ innan síns eigin valdsviðs fremur en að reka áróður fyrir trúboði í skólum.

Væri rétt að kenna kynjafræði í grunnskólum?

fornarlambaskolinn-688x451

Þessi grein birtist í tímaritinu Þjóðmálum sem kom út núna í júní.

Sú skoðun virðist útbreidd að grunnskólinn eigi að innræta börnum tiltekin viðhorf. Þessa sér stað í aðalnámskrá grunnskólanna en samkvæmt henni eru grunnþættir menntunar lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni, heilbrigði, sköpun og læsi. Þótt merking þessara hugtaka sé hvorki einföld né óumdeild hefur þessi áhersla aðalnámskrár nánast engri gangnrýni sætt. Halda áfram að lesa