Saltkjöt

Við fórum á þorrablót ásatrúarfélagsins í gær. Fengum (auk hefðbundins þorramatar) heitt saltkjöt og saltað folaldaket en ég minnist þess ekki að hafa fengið slíka guðafæðu á þorrablóti fyrr. Halda áfram að lesa

Bóndadagur

Fyrir nokkrum árum ætlaði kona ein ástfangin að halda bóndadaginn hátíðlegan með pompi og prakt. Það tókst ekki betur til en svo að maður sá er hún áleit bestan kandidat í hlutverk síns framtíðarbónda var farinn í vinnuna kl 6:15 um morguninn og kom ekki heim fyrr en 11:40 um kvöldið. Sú ástsjúka hafði nefnt það við hann daginn áður hvort hann gæti hætt snemma svo hún gæti boðið honum út að borða en hann vildi ekki heyra á það minnst. Hafði átt afmæli nokkrum dögum áður og sagðist ekki nenna meiri gleðskap í bili en auk þess hefði hún ekkert efni á því að bjóða honum út. Frábað sér einnig gjafir í nafni meintrar fátæktar unnustunnar. Halda áfram að lesa

Gott

Fyrir einu ári ákvað ég að galdra til mín frábæran mann sem ég yrði bálskotin í. Ég hafði galdrað til mín marga áður, bæði fávita og líka mjög góða og almennilega menn en ég bara varð ekkert skotin í þeim góðu og þar sem ég á fávitafælu urðu engin sambönd úr þreifingum fávitanna. Halda áfram að lesa

Ekkert svo djúpt grafið

Mér fannst það þversagnakennt. Hálfgerð ráðgáta. Ekki var hann bældur og inní sig, svo mikið var víst, enda missti ég áhugann á því að verða sálfræðingur fyrir margt löngu og held að ég þyrfti verulega stórt áfall til að nenna að eiga bældan kærasta. Halda áfram að lesa

Ást

Spurðu þína nánustu; ‘þykir þér vænt um mig’? og ef er ekki eitthvað mikið að er svarið afdráttarlaust ‘já’, jafnvel þegar það er lygi. Spurðu þann sama; ‘þykir þér vænt um sjálfa(n) þig’? og að öllum líkindum færðu hikandi; ‘ha? jaaaaá… jújú’. Halda áfram að lesa

Skuggar

Maðurinn er það sem hann gerir. Og þótt athafnir spretti af hugsun þá er besta fólkið ekki endilega það sem hugsar aldrei neitt ljótt. Sá sem ekki hefur hugrekki til að horfast í augu við skrímslið í sjálfum sér hefur sennilega heldur ekki hugrekki til að horfast í augu við heiminn. Maður þarf að sjá það ljóta til að takast á við það.

Þegar upp er staðið er það sem gerir þig að góðri manneskju einfaldlega viðeitni þín til að setja þig í spor annarra. Og það ætti ekki að vera svo erfitt því hjörtunum svipar saman, þrátt fyrir alllan mannanna misskilning. En þú getur ekki sett þig í spor annars manns nema þú skiljir skrímslin hans.