Maðurinn er það sem hann gerir. Og þótt athafnir spretti af hugsun þá er besta fólkið ekki endilega það sem hugsar aldrei neitt ljótt. Sá sem ekki hefur hugrekki til að horfast í augu við skrímslið í sjálfum sér hefur sennilega heldur ekki hugrekki til að horfast í augu við heiminn. Maður þarf að sjá það ljóta til að takast á við það.
Þegar upp er staðið er það sem gerir þig að góðri manneskju einfaldlega viðeitni þín til að setja þig í spor annarra. Og það ætti ekki að vera svo erfitt því hjörtunum svipar saman, þrátt fyrir alllan mannanna misskilning. En þú getur ekki sett þig í spor annars manns nema þú skiljir skrímslin hans.
———————————————
Ég tek heilshugar undir með þér því við erum öll skuggar og ljós; við erum öll skrímsli og dýrlingar. Hver sá sem heldur því fram að mannsskepnan sé ekki margbrotin og -skipt er hreint ekki veruleikatengdur og síst af öllu í tengslum við sjálfan sig, sína innri ára og engla.
Posted by: Kyngimögnuð | 21.01.2008 | 14:32:55
— — —
Þetta er í hnotskurn lífspeki mín, nema þú orðar þetta miklu betur en ég hef gert hingað til. Hrein og tær snilld.
Posted by: Þorkell | 22.01.2008 | 6:37:39