Afstæðiskenning dagsins

Grey Hannes fær miklu minna en kjellingin. Það er ljótt að gera svona upp á milli.

Mér finnst eitthvað sjúkt og rangt við að strákur, jafnaldri minn, geti verið svona fáránlega ríkur. Á hinn bóginn býst ég við að um alla veröld sé fólk sem finnst ég vera ósiðlega rík. Réttlætistilfinning mannskepnunnar er yfirleitt háð því sem hentar MÉR, NÚNA.

Kynin eru ekki eins

stadalmyndir

Enn er spurt hversvegna leikföng séu markaðssett eftir kyni. Ég hef enga trú á því að ástæðan sé sú að leikfangaframleiðendur vilji hindra konur í því að hasla sér völl í karlastörfum. Ég held að það eina sem leikfangaframleiðendur hafa áhuga á sé að selja sem mest og hver sem ástæðan er þá sækja telpur frekar í brúður og drengir í hasarleikföng. Halda áfram að lesa

Útavðí

Það er sko vegna þess að litlar telpur hafa oftar áhuga á brúðum og litlir drengir á bílum. Steríótypísk fullorðin kona vill eiga bíl til að komast á milli staða, steríótýpískur karlmaður vill eiga bíl af því að það gleður hjarta hans. Sú hin sama kona kjáir framan í smábörn og finnst þau yndisleg í eðli sínu. Karlinn álítur sitt eigið barn reyndar fullkomnustu veru í heimi en fær ekkert sérstakt kikk út úr því að þrífa botninn á börnum vina sinna.

Ég veit ekki hversvegna þetta er svona og þegar Haukur fæddist trúði ég því staðfastlega að þetta væri eingöngu uppeldislegt. Ég skipti um skoðun 7 árum síðar. Mínir drengir áttu nefnilega brúður og þeir léku sér heilmikið að þeim. Ekki reyndar með því að klæða þær, mata og bía þeim í svefn, heldur voru þær notaðar sem fangar í indiánaleik.

 

Vogarafl

Eva: Heldurðu að ég sé að stefna sjálfstæði mínu í hættu með því að þiggja svona marga greiða af honum?
Birta: Já.
Eva: Æ greyið mitt þegiðu. Mér finnst sultugott að þurfa ekki að redda öllu ein.
Birta: Þú spurðir.
Eva: Segðu þá það sem ég vil heyra. Halda áfram að lesa

Í alvöru

Ljúflingur.

Svo langt síðan ég hef séð þig. Engu líkara en að það hafi verið í einhverri annarri sögu. Mig ætti að langa að snerta þig, tala við þig, hlæja með þér en nú stöndum við hér og höfum ekkert meira að segja. Allavega ekki ég. Halda áfram að lesa

Fljúgðu varlega

Farðu varlega segi ég þegar Darri sest undir stýri í hálku. Farðu varlega, við leggjum sömu merkingu í þau orð. Ekki aka hraðar en þú ræður við, ekki aka bíl sem þú hefur ástæðu til að halda að sé með lélegar bremsur. Reiknaðu með að bílstjórinn fyrir framan þig gæti verið fáviti, fullur, með hjartasjúkdóm eða sofandi. Gerðu ráð fyrir að börn séu óútreiknanleg, haltu athyglinni vakandi, taktu fullt mark á merkjum og ljósum. Halda áfram að lesa