Kynin eru ekki eins

stadalmyndir

Enn er spurt hversvegna leikföng séu markaðssett eftir kyni. Ég hef enga trú á því að ástæðan sé sú að leikfangaframleiðendur vilji hindra konur í því að hasla sér völl í karlastörfum. Ég held að það eina sem leikfangaframleiðendur hafa áhuga á sé að selja sem mest og hver sem ástæðan er þá sækja telpur frekar í brúður og drengir í hasarleikföng.

Steríótypísk fullorðin kona vill eiga bíl til að komast á milli staða, steríótýpískur karlmaður vill eiga bíl af því að það gleður hjarta hans. Sú hin sama kona kjáir framan í smábörn og finnst þau yndisleg í eðli sínu. Karlinn álítur sitt eigið barn reyndar fullkomnustu veru í heimi en fær ekkert sérstakt kikk út úr því að þrífa botninn á börnum vina sinna. Ég veit ekki hvort það skiptir sérstöku máli að hve miklu leyti þetta skýrist af erfðaþáttum og að hve miklu leyti af félagslegum þáttum en sennilega finnst leikfangaframleiðendum ekki vera í sínum verkahring að breyta því.

Þegar Haukur fæddist trúði ég því staðfastlega að þetta væri eingöngu uppeldislegt. Ég skipti um skoðun 7 árum síðar. Mínir drengir áttu nefnilega brúður og þeir léku sér heilmikið að þeim. Ekki þó með því að klæða þær, mata og bía þeim í svefn, heldur voru þær notaðar sem fangar í indiánaleik.

 

One thought on “Kynin eru ekki eins

  1. ———————————

    Já og þótt við verðum fullorðin breytist fátt. Karlmenn klæðast nærfötum og konur nota borvélar. Flestar konur verða samt hrifnari af því að fá nærföt að gjöf en borvél og fyrir stuttu lýsti karmaður því yfir hér á kommentakerfinu að hann langaði meira í þurrkublöð en afskorin blóm.

    Posted by: Eva | 13.02.2008 | 10:23:55

    — — —

    Ofbeldisleikfangalaus sonur minn nagaði sér byssu úr ristaðri brauðsneið og skaut mömmu sína…

    Posted by: HT | 13.02.2008 | 10:48:41

    — — —

    Ég þekki einn sem náði sér í herðatré og “skjótti köttinn”.

    Posted by: Eva | 13.02.2008 | 11:22:24

    — — —

    Mikið er þetta hugvekjandi og yfirveguð greining hjá þér.

    Posted by: Halli | 13.02.2008 | 11:40:41

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.