Lausar skrúfur

-Get ég aðstoðað, spurði afgreiðslumaðurinn, þar sem ég stóð við skrúfurekkann í Byko og reyndi (greinilega með góðum árangri) að líta út eins og bjargarlaus kona.
-Mig vantar svona skrúfur með hvössum enda, eins og t.d. þessar, en það þarf líka að vera ró eða eitthvað svoleiðis til að halda á móti, sagði ég.

Halda áfram að lesa

Vitaskuld

Einn moggabloggari hefur tjáð sig um dóm yfir manni sem Kínverjar dæmdu til fimm ára fangavistar fyrir að krefjast mannréttinda. Enginn hefur ´kommentað´ á færsluna þegar þetta er ritað. Færslur vegna fréttar af pólsku glæpagengi eru hinsvegar á þriðja tug og mikill fjöldi athugasemda við hverja færslu. Enda snertir hugsanleiki þess að einhver lemji mann og annan á Íslandi okkur miklu meira en mannréttindabrot og þjóðarmorð í fjarlægum heimshlutum. Halda áfram að lesa

Sukk

Í augnablikinu vantar ekki koffein í kerfið. Reyndar ekki sykur og rjóma heldur. Ég fékk omelettu ala Pegasus og páskaegg í morgunmat, hnetukrems- og súkkulaðiköku í hádeginu og svo vorum við að koma frá pabba og Rögnu sem buðu okkur í kaffi og rjómapönnukökur á nýja heimilinu í Kópavogi.

Í augnablikinu er Walter að slíta út einkalíkamsræktarstöðinni sinni á efri hæðinni. Ég er hinsvegar að brúna kartöflur. Einhvernveginn grunar mig að ég muni borða megnið af þeim líka.

Það er málið

Auðvitað fer það ekki í taugarnar á nokkrum manni þótt fólk spili bingó á Austurvelli. Þeir eru heldur ekki margir sem taka það nærri sér þótt fólk beiti borgaralegri óhlýðni til að mótmæla jafn fáránlegum lögum og þeim að bingó skuli bannað á tilteknum degi. Það sem raunverulega fer fyrir brjóstið á ótrúlega mörgum er að þetta skuli gert í nafni félagsskapar sem vill að lög um trúfrelsi verði virt, að meðlimir Þjóðkirkjunnar greiði sjálfir fyrir sitt áhugamál og að fjölmiðlar hætti að halda úti ókeypis auglýsingarstarfsemi fyrir gervivísindamenn, gagnrýnislaust.

Játning

Einkennilegt hvað það kemur mér í mikið uppnám að rekast á stafsetningarvillur á blogginu mínu. Þetta eru einhver ómerkilegustu mistök sem hægt er að gera sig sekan um og gerist svosem ekki oft en ég verð trítilóð út í sjálfa mig, jafnvel reiðari en þegar ég fæ stöðumælasekt. Halda áfram að lesa

Föstudagurinn langi

Ég gat voða lítið hlaupið í morgun. Getur verið að æfingar gangi betur ef maður hefur borðað áður? Mér finnst ótrúlegt að morgunmatur skipti miklu máli upp á úthaldið því það sem háir mér er ekki vöðvaþreyta hefur vanrækt hjarta og lungu. Samt sem áður er það eina breytan sem ég finn sem gæti skýrt þetta. Halda áfram að lesa

Góðra manna ráð

Það er alveg saman hvort reksturinn gengur vel eða illa, alltaf er fólk jafn boðið og búið að gefa mér góð ráð. Bæði nánustu vinir og bláókunnugir viðskiptavinir eru svoleiðis með það á hreinu hvað þarf til að gera Nornabúðina að heimsveldi að ég skil bara ekkert í því að þetta ágæta fólk skuli ekki vera löngu búið að stofna fjölþjóðlega verslunarsamsteypu sjálft, í stað þess að færa mér leyndarmál góðs verslunarreksturs á silfurfati. Ég gæti skilið það ef ég væri þekkt fyrir ósjálfstæði og bjargarleysi, hefði ekkert hugmyndaflug, bæri mig illa eða hefði enga sem ég gæti leitað til. Ekkert af þessu á við en sat er ólíklegasta fólk alltaf boðið og búið að sjá um að hugsa fyrir mig. Halda áfram að lesa