Það er málið

Auðvitað fer það ekki í taugarnar á nokkrum manni þótt fólk spili bingó á Austurvelli. Þeir eru heldur ekki margir sem taka það nærri sér þótt fólk beiti borgaralegri óhlýðni til að mótmæla jafn fáránlegum lögum og þeim að bingó skuli bannað á tilteknum degi. Það sem raunverulega fer fyrir brjóstið á ótrúlega mörgum er að þetta skuli gert í nafni félagsskapar sem vill að lög um trúfrelsi verði virt, að meðlimir Þjóðkirkjunnar greiði sjálfir fyrir sitt áhugamál og að fjölmiðlar hætti að halda úti ókeypis auglýsingarstarfsemi fyrir gervivísindamenn, gagnrýnislaust.

One thought on “Það er málið

  1. ——————————–

    Hvað áttu við með auglýsingastarfsemi fyrir gervivísindamenn?

    Posted by: Eyrún | 22.03.2008 | 15:04:23

    —   —   —

     

    Ég held þetta sé rétt hjá þér.

    Það er Vantrú sem pirrar suma óstjórnlega, ekki bingóið – enda erum við óskaplega pirrandi fólk 🙂

    Posted by: Matti | 22.03.2008 | 15:30:27

    —   —   —

     

    Blaðamenn virðast mega vinna samkvæmt reglunni um að góð saga sé ekki verri, þó hún sé login…

    Posted by: Kristín | 22.03.2008 | 17:00:45

    —   —   —

     

    Þegar ég tala um gervivísindi á ég fyrst og fremst við hverskyns óvísindalegar lækningaaðferðir sem eru kynntar sem „fræði“. Nokkur dæmi um gervivísindi eru dna-heilun, lithimnulestur, blómadropar og segularmbönd. Mér er sama þótt fólk trúi á þetta allt saman en þetta eru ekki vísindi.

    Posted by: Eva | 22.03.2008 | 17:20:50

    —   —   —

     

    Ég skil.

    En ég held faktískt að það sé til fólk sem tekur borgaralega óhlýðni, í hvaða formi sem hún birtist og af hvaða ástæðum sem er, afskaplega nærri sér. Þó að Vantrú fari vissulega mjög fyrir brjóstið á sumum.

    Posted by: Eyrún | 22.03.2008 | 23:55:42

    —   —   —

     

    Gervivísindi = Nornabúðin?

    Hefur þú ekki fengið athygli fjölmiðla Eva?

    Posted by: Þorkell | 24.03.2008 | 2:04:55

    —   —   —

     

    Nornabúðin hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera vísindaleg eða auglýst nokkra vöru eða þjónustu í nafni vísinda. Reyndar ganga kynningarnar hjá mér að verulegu leyti út á að skýra muninn á vísindum og galdri.

    Posted by: Eva | 24.03.2008 | 13:01:50

Lokað er á athugasemdir.