… fyrir því að Umhverfisráðherra skuli hafa fengið rangar upplýsingar, sem leiddu til þess að dýr í útrýmingarhættu var deytt að óþörfu?
Reclaim the song
Þetta var besta syngipartý sem ég hef nokkurntíma staðið fyrir.
Gestirnir farnir og ég er búin að þvo upp. Herregud hvað ég þarf að skúra hérna á morgun. Áfengisbirgðir fjölskyldunnar uppurnar. Völuvisa sungin. Darri sofnaður í rúminu mínu og egg á pönnunni.
Ég klikkaði á fertugsafmælinu mínu í fyrra. Veit einhver hvers vegna? Er nokkurt svindl að halda frekar upp á 41 árs afmæli?
Á morgun hitti ég mann sem skrifar tónlist. Það finnst mér áhugavert.
Brugg
Verkefni dagsins er að brugga skáldamjöð. Ekki veitir af, ég hef ekki skrifað almennilegan texta í margar vikur, hvað þá að ég hafi ort kvæði. Syngipartý annað kvöld. Það eru sjálfsagt fáir sem gera sér almennilega grein fyrir því en aktivismi er t.d. það að syngja í stað þess að líta eingöngu á tónlist sem neysluvöru. Auk þess er ég ekki ennþá búin að jarða síðustu vonbrigði mín og ætli sé ekki kominn tími á Völuvísu.
Undarleg frétt
Ég skil ekki þessa frétt og þá á ég ekki við þessa augljósu villu ‘bannað honum að hætta’. Það sem ég skil ekki er hvernig hann sparar á því að taka málin í sínar hendur í stað þess að láta lögguna um það. Varla hafa þjófar sem hafa verið staðnir að verki hingað til fengið að halda ránsfengnum?
Mikið ósköp á hann Magnús Þór bágt
Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.
Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.
Árdagspæling viðskiptafrömuðar
Ég er að fara upp á Bifröst í kvöld. Kannski hitti ég Leif Runólfsson. Ég er að vísu búin að gefa hann, því ég er að safna fyrir Önnu og facebook Mammon verðlaunar þá sem gefa. Ég á hinsvegar enn nokkuð í land með að eiga fyrir Önnu (andskotans verðið á þessu kvenfólki) svo ef Leifur Runólfsson reynist vera gæft og snyrtilegt gæludýr, getur vel verið að ég kaupi hann aftur.
Þess vegna
-En ef þú ert þannig séð hamingjusöm, til hvers vantar þig þá karlmann? spurði hann, rétt eins og karlmaðurinn væri hin opinbera uppspretta hamingjunnar. Halda áfram að lesa