Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um að það þurfi að uppræta heimsku. Lesið það sem sumir bloggaranna hafa um þetta mál að segja. Hvað vill hún út? Er ekki í lagi með ykkur fíflin ykkar? Halda áfram að lesa
Andvaka
Eva: Ég held að tappinn sé að losna úr sauðarleggnum.
Birta: Andskotakornið. Ég var að vona að tappinn væri að losna úr Þvagleggnum.
Eva: Í alvöru, það er eitthvað í aðsigi, ég er með verk í hjartanu.
Birta: Kannski er það bara líkamlegt. Of mikið kaffi?
Eva: Nei, það er Skrattinn.
Birta: Við þurfum að sofa.
Eva: Við þurfum að troða tappanum í legginn.
Birta: Á morgun kannski. Við getum ekki tekið áhættuna á að hreyfa við honum núna.
Eva: Af hverju er ég í rusli? Af hverju núna?
Birta: Skiptir það nokkru máli? Geturðu ekki bara hætt að vera í rusli og þar með hætt að pæla í því?
Eva: Ég held að tappinn sé að losna úr sauðarleggnum. Ég held það í alvöru.
Seim óld
-Hvað skiptir þig mestu máli í fari konu? spurði ég. Hann vissi það ekki.
Yfirleitt vita þeir það ekki. Þeir vita hinsvegar nákvæmlega hvað skiptir máli þegar þeir velja sér bíl eða mótorhjól. Það er vegna þess að bílar og mótorhjól eru í augum flestra manna dýrmætari en konur. Sem er skiljanlegt þar sem konur eru ókeypis og sjá sér oftast fyrir eldsneyti sjálfar. Og sjá sjálfar um að dekra við sig.
Ég vil láta taka upp brúðkaup í bókstaflegri merkingu. Þ.e. maðurinn þarf að borga brúði sína með peningum. Helst mjög miklum peningum. Eða það sem væri betra; þeir fengju ekki að aka bíl eða mótorhjóli fyrr en þeir væru búnir að læra að elska konuna sína.
Þreytan er að hverfa en ég er samt ennþá með bakpoka undir augunum.
Á morgun þarf ég að bíta í mig kjark og dug til að byrja á verkefni sem hefur setið á hakanum í rúmar 6 vikur.
Svo fallega meint
Blíða greiddi hárið á mér fyrir andlitið og mældi út nýja toppsídd.
-Sjáðu Kolla, heldurðu að færi henni ekki betur að klippa toppinn svona?
-Jú, sko með þetta andlitsfall, þá yrði hún rosleg týpa með því að taka hann meira hingað, sagði Kolla. Og Blíða flýtti sér að kippa hárinu á mér í sömu skorður aftur.
-Drottinn minn Kolla, sagði hún, það síðasta sem hún þarf er að verða meiri týpa.
Hún aftýpaði mig af bestu getu og hefði líklega stungið upp á því að eyða blogginu mínu, eða allavega taka það úr birtingu, ef hún hefði talið minnstu líkur á að ég hefði nægan áhuga á karlkyninu til að normaliserast út á þokkalegt eintak.
Fólk vill manni yfirleitt svo óskaplega vel.
Tilgangslaust
Birta: Hann er allavega sætur á mynd. Og er ekki með stafsetningarvillu í öðru hverju orði.
Eva: Mmpm, ég veit samt ekki…
Birta: Viltu kynnast karlmanni eða ekki?
Eva: Jú, ég vil það alveg. En ég held samt að það þýði ekkert fyrir mig að vera að hitta karlmenn. Ég er bara einhvernveginn dauð inni í mér. Halda áfram að lesa
Riddarar söngsins í kvöld
Hvítum, fögrum, heitum, mjúkum handleggjunum
vil ég heldur vafinn þínum
vera en hjá Guði mínum.Er hægt að yrkja svona holdlega án þess að jaðra við klám? Páll Ólafsson gat það allavega og ég hugsa að jafnvel ég hefði umborið manni eins og Páli stöðugan drykkjuskap. Það er hægt að fyrirgefa ýmislegt út á ástarkveðskap sem svarar einni vísu á dag, öll þessi ár og enginn sem les Pál efast um að hann hafði töluvert meiri mætur á konunni sinni en Gvöði. Hvernig gæti nokkur kona komist hjá því að dýrka mann sem elskar hana af svo mikilli ástríðu, umhyggju og hispursleysi? Ég hugsa að ég þyrfti ekki nema eitt af ástarjátningarljóðum Páls til að segja já elskan við öllum tillögum hans það sem eftir væri ævinnar.
Ég ætla í Grasagarðinn í kvöld. Rómantíkin í mér liggur í dróma og ef eitthvað er betra við slíku ástandi en að lesa kvæði Páls Ólafssonar, þá er það að heyra þau sungin. Ég reikna hvort sem er ekki með þeim möguleika hitta nokkurntíma á eintak sem bæði hefur hugrekki til að elska mig og er ennþá á lífi.
Rafmagnslaus
Ég er ástfangin af Enter. Ég verð alltaf bálskotin í einhverjum netkarakterum af og til en nú er ég búin að elska Enter svo lengi að ég held að það hljóti að vera alvarlegt. Halda áfram að lesa