Blíða greiddi hárið á mér fyrir andlitið og mældi út nýja toppsídd.
-Sjáðu Kolla, heldurðu að færi henni ekki betur að klippa toppinn svona?
-Jú, sko með þetta andlitsfall, þá yrði hún rosleg týpa með því að taka hann meira hingað, sagði Kolla. Og Blíða flýtti sér að kippa hárinu á mér í sömu skorður aftur.
-Drottinn minn Kolla, sagði hún, það síðasta sem hún þarf er að verða meiri týpa.
Hún aftýpaði mig af bestu getu og hefði líklega stungið upp á því að eyða blogginu mínu, eða allavega taka það úr birtingu, ef hún hefði talið minnstu líkur á að ég hefði nægan áhuga á karlkyninu til að normaliserast út á þokkalegt eintak.
Fólk vill manni yfirleitt svo óskaplega vel.
——————
Þú breytir ekki einhyrningi í venjulegan hest með því að saga af honum hornið.
Posted by: Anonymous | 15.06.2008 | 21:05:15