Seim óld

-Hvað skiptir þig mestu máli í fari konu? spurði ég. Hann vissi það ekki.

Yfirleitt vita þeir það ekki. Þeir vita hinsvegar nákvæmlega hvað skiptir máli þegar þeir velja sér bíl eða mótorhjól. Það er vegna þess að bílar og mótorhjól eru í augum flestra manna dýrmætari en konur. Sem er skiljanlegt þar sem konur eru ókeypis og sjá sér oftast fyrir eldsneyti sjálfar. Og sjá sjálfar um að dekra við sig.

Ég vil láta taka upp brúðkaup í bókstaflegri merkingu. Þ.e. maðurinn þarf að borga brúði sína með peningum. Helst mjög miklum peningum. Eða það sem væri betra; þeir fengju ekki að aka bíl eða mótorhjóli fyrr en þeir væru búnir að læra að elska konuna sína.

Þreytan er að hverfa en ég er samt ennþá með bakpoka undir augunum.
Á morgun þarf ég að bíta í mig kjark og dug til að byrja á verkefni sem hefur setið á hakanum í rúmar 6 vikur.