Þegar ég opnaði Nornabúðina hélt ég að aðeins mjög þröngur hópur nýaldarsinna tryði á svokallaða orkusteina. Ég hélt bara að almenn eðlisfræðiþekking dygði til þess að uppræta þá hugmynd að grjót búi yfir einhverri sérstakri ‘orku’, hvað þá að nærvera ákveðinna steinda lækni sjúkdóma. Halda áfram að lesa
Og þá boraði pabbi í nefið á sér
Mér finnst þetta bókstaflega flippað.
Hvað ætli ég hafi oft lesið fréttir og dóma í kynferðisbrotamálum gagnvart börnum, þar sem kemur fram að mæður hafa horft upp á börnin sín áreitt eða misnotuð án þess að gera neitt í því? Hér kemur eitt málið enn, nema hér er það faðir sem segir, mörgum árum eftir að atvikið á að hafa átt sér stað, að hann hafi horft á barnið sitt áreitt en ekkert aðhafst. Maður er löngu farinn að reikna með svona skíthælshætti af hálfu mæðra en ég hélt satt að segja að flestir karlmenn hefðu ennþá einhvern snert af verndarhvöt gagnvart afkvæmum sínum.
Nú er alveg hugsanlegt að minningin um atvikið hafi orðið til síðar, sá ákærði var sýknaður og ekki ætla ég að dæma hann, en djöfull hef ég lítið álit á föður eða móður sem kannast við það hjá sjálfu sér að hafa látið slíkt viðgangast.
Börn eiga rétt á vernd, samkvæmt lögum og samkvæmt fjölþjóðlegum sáttmálum. Til hvers halda svona foreldrar eiginlega að þeir séu?
Þjóðhátíð hvað?
Þjóðhátíð? Leit ég rétt á dagatalið? Sé ekki betur en að þetta sé fjölmenningarhátíð. Tailensk tónlist. Kung fu. Dansar frá Balkanskaga. Á Ingólfstorgi er ein kona í íslenskum búningi. Þjóðhátíðarmatseðlar veitingahúsanna bjóða upp á japanska sósu með lambinu, spænska fiskrétti og cruncy cashnew með einhverju sem ég kann ekki að bera fram. Halda áfram að lesa
Fífilvín
Ég var 8 ára þegar ég stofnaði mitt fyrsta fyrirtæki.
Kona í þorpinu hafði sagt okkur Hildi að í hennar ungdæmi hefðu fíflar verið notaðir til víngerðar. Ég fann hjartað í mér missa úr nokkur slög. Við Hildur höfðum vikum saman velt því fyrir okkur hvernig við gætum orðið ríkar en tombóluhugmyndin var fullreynd, við vorum of ungar til að fá vinnu í frystihúsi og við þekktum engan sem hafði orðið ríkur á því að ýta barnavagni 3 ferðir upp og niður Njarðvíkurbrautina.
Analísa dagsins
-Ég er ekki spákona en ég get sagt þér nákvæmlega hversvegna þú ert ekki hamingjusamlega gift, sagði hún og ef ég væri hundur hefði hún séð eyrun á mér sperrast. Halda áfram að lesa
Þjóðhátíðaraðgerð
Ég get alveg sýnt því umburðarlyndi þótt blaðamaðurinn/lögreglan þekki ekki fána Jörundar. Hvorugt starfið krefst þess að menn séu með Íslandssöguefni grunnskólanna á hreinu. Dálítið lélegt samt að birta ekki leiðréttingu eftir að fréttatilkynning sem skýrir tiltækið hefur verið birt í öðrum miðlum.
Og frekar hallærislegt af mbl.is að birta rugl um að fáninn hafi verið skorinn í ræmur. Ennþá hallærislegra af báðum miðlum að gera ekki greinarmun á þjóðfánanum og ríkisfánanum, sem er í raun lógó ríkisstjórnarinnar og er ekki rassgat heilagur.
Tengdar greinar:
http://aftaka.rusl.org/2008/06/17/byltingarfani-jorundar-hengdur-a-stjornarradid/
http://aftaka.rusl.org/2008/06/20/godir-dagar-islenska-byltingin/
Gleðilegan 16. júní
Skrattinn er ekki ennþá laus. Ekki ennþá.
Við fáum gamla jaxla úr samtökum herstöðvarandstæðinga í mat í kvöld. Ég reikna með að fagna þjóðhátíðardeginum með bylingarelexír og ættjarðarsöngvum fram eftir nóttu.
Hvort það losar tappann úr sauðarleggnum eða kýlir hann inn, það verður bara að koma í ljós.