Gleðilegan 16. júní

Skrattinn er ekki ennþá laus. Ekki ennþá.

Við fáum gamla jaxla úr samtökum herstöðvarandstæðinga í mat í kvöld. Ég reikna með að fagna þjóðhátíðardeginum með bylingarelexír og ættjarðarsöngvum fram eftir nóttu.

Hvort það losar tappann úr sauðarleggnum eða kýlir hann inn, það verður bara að koma í ljós.

 

One thought on “Gleðilegan 16. júní

  1. ——————————

    Eitt andartak fannst mér eins og „gamlir jaxlar úr samtökum herstöðvaandstæðinga“ væri hráefnið sem þú hyggðist nota í veisluna. Nornalegra verður það nú varla.

    Góða skemmtun og takk fyrir stórkostleg örleikrit úr réttarsölunum – og fyrir að kunna að meta Pál Ólafsson.

    Posted by: Varríus | 16.06.2008 | 16:08:30

    ——————————

    Tek undir með sveitunga mínum, kærar þakkir fyrir réttarsala-sketsana!Alveg ótrúleg lesning. Ég er svo bláeygð að mér datt ekki í hug að svona senur ættu sér stað utan sjónvarpsins. Ætla að vona að þú setjir ekki föðurbróður minn, Kjartan Ólafsson, í nornaseyðið *hehe*

    Posted by: Sigga | 17.06.2008 | 11:44:54

    ——————————

    Ég held að Guðrún Ósvífurs hafi afgreitt Kjartan Ólafsson fyrir okkur báðar á sínum tíma.

    Ef þú hinsvegar getur útvegað mér lífsýni úr Ólafi Kjartanssyni, þá skal ég bjóða þér í all sérstaka súpu.

    Sagði nornin og hló.

    Posted by: Eva | 17.06.2008 | 12:08:32

Lokað er á athugasemdir.