Í dag fór ég í bankann og bað um 280 milljarða lán. Ég fékk það ekki. Líklega þarf ég að tala við umboðsmann viðskiptavina en hann á væntanlega að sjá til þess að allir sitji við sama borð.
![]() |
Verklagsreglur aðgengilegar á vef Kaupþings |
Í dag fór ég í bankann og bað um 280 milljarða lán. Ég fékk það ekki. Líklega þarf ég að tala við umboðsmann viðskiptavina en hann á væntanlega að sjá til þess að allir sitji við sama borð.
![]() |
Verklagsreglur aðgengilegar á vef Kaupþings |
Það er meira en ár síðan ég hef heimsótt Bankann og það er búið að rífa allar innréttingar út og skipta um gólfefni. Ekki minnist ég þess að hafi séð á þeim innréttingum sem fyrir voru en það er auðvitað ekkert annað en sjálfsagt að borga dálítið hærri vexti til að Bankinn minn geti verið í stælnum. Halda áfram að lesa
Ég vil endilega vekja athygli á þessum facebook hóp.
Hættum að láta fjölmiðla og pólitíkusa stjórna niðurstöðum kosninga með skoðanakönnunum. Segjum eitt í dag og annað á morgun, styðjum framboð sem eru ekki til eða ykjumst vera þroskaheft þegar þeir hringja.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Hráætan, hugsanlegur tilvonandi sambýlingur minn færði mér kraftaverkalyf og eitthvað hollt dulbúið sem sælgæti. Kraftaverkalyfið virkar á alla sjúkdóma. Maður getur tekið mikið í einu og orðið fárveikur, og losnað þannig við óværuna (í mínu tilviki berkjubólgu) með svæsnum niðurgangi og uppköstum á nokkrum dögum, eða maður getur tekið lítið í einu og læknast án aukinna óþæginda á 1-10 vikum. Halda áfram að lesa
![]() |
Sigur kvenna og samkynhneigðra |
Hvaða andskotans máli skiptir það hverjum forsætisráðherra sefur hjá og hvort hann er með typpi eða píku? Af hverju í fjáranum hafa fjölmiðlar meiri áhuga á kynferði og einkalífi stjórnmálamanna en þeim ákvörðunum sem þeir taka fyrir hönd fjöldans?Einhversstaðar las ég að aðilar í ferðaþjónustunni hefðu hug á að makaðssetja landið fyrir samkynhneigða! Halda áfram að lesa
![]() |
Alþingishúsið enn laskað |
Nú hlýtur Þvagleggur sýslumaður að vera í essinu sínu. Það er ekki svo oft sem hann fær að eltast við alvöru afbrotamenn. En þetta er nú sennilega sögulegt bankarán á Íslandi eða hefur hraðbanka verið stolið áður? Verst að bleðlarnir sem grey bófarnir höfðu upp úr krafsinu eru nánast verðlausir.
![]() |
Hraðbanka stolið í Hveragerði |