Ekki nóg að einhver nefnd fái upplýsingar

Það er ekkert annað en sjálfsagt að þeir sem eiga að borga brúsann, þ.e. almenningur í landinu, fái að sjá samninginn og vitanlega ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um hann.

Einhverjum finnst kannski að mér ætti að vera sama þar sem ég er hætt að taka þátt í íslenska efnahagsruglinu en synir mínir búa enn á Íslandi og mér finnst frekar súrt til þess að vita að börnin mín og hugsanleg barnabörn geti ekki búið á minni fósturjörð án þess að vera neydd til að borga sukk óviðkomandi skíthæla. Það er lágmark að þeir sem eru þvingaðir til að ábyrgjast skuldir annarra eftir á, fái að vita hvað það er sem annað fólk undirritar fyrir þeirra hönd.

mbl.is Ekki ríkisábyrgð á leynisamning

 

Dauðadómur yfir glæpamönnum

Íslensk stjórnvöld sem kenna sig við félagshyggju og mannúð, hafa nú kveðið upp dauðadóm yfir 6 flóttamönnum til viðbótar. Þeirra á meðal er vinur minn glæpamaðurinn Elyas Sultani en glæpur hans er sá að hafa fengið talíbana upp á móti sér og glæpamaðurinn Hassan Raza sem er sekur um að hafa barnað unnustu sína og kvænst henni í óþökk fjölskyldu hennar, sem sá strax um að lífláta hina óguðlegu gálu.

Hassan Raza er 23ja ára. Hann hefur verið á flótta frá 17 ára aldri. Hann flúði frá Grikklandi þegar menn á vegum fjölskyldu sóðapíkunnar (sem fjölskyldan drap, samkvæmt hefðum og réttlæti í heimalandi hans) réðust á hann, brutu í honum 4 rifbein og veittu ýmsa aðra áverka. Hassan Raza á ekki að vera í flóttamannabúðum. Hann á að vera í námi eða á vinnumarkaðnum eins og aðrir ungir menn. Hann á ekki að þurfa að fara aftur í aðstæður þar sem hann hefur góða ástæðu til að óttast um líf sitt, heldur á hann að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að lifa við öryggi.

Það sama á við um hina glæpamennina sem Íslendingar ætla nú að senda út í opinn dauðann. Menn sem hafa framið þá glæpi að rísa á einhvern hátt gegn valdi, hvort sem er opinbert vald eða hefðir; valdi sem þeir kusu ekki yfir sig og bera enga ábyrgð á.

Af öllum þeim pólitíska subbuskap sem hefur viðgengist síðan eini flokkurinn sem hefur sýnt mannúðarmálum áhuga komst til valda, er þessi ákvörðun svívirðilegust.

mbl.is Hælisleitendur sendir til Grikklands

Af hverju rífa þeir ekki húsið?

Þegar lögreglan var send á Vatnsstíginn til að binda endi á pólitíska hústöku, þá hreinlega rifu þeir húsið utan af fólkinu. Væri ekki rökrétt að gera það líka núna? Eða getur verið að lögreglan hafi meðvitað gengið erinda húseiganda við Vatnsstíginn fremur en að það hafi verið nauðsynlegt að eyðileggja húsið?

mbl.is Kallað eftir liðsauka

Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár

-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa

Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár

-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa

Testesterón

Fyrsti dagur á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki að verða ellidauð í heimaþjónustu en starfið útheimtir lágmarks samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk og ég byrja ekki í sjálfstæðum rekstri í ókunnugu umhverfi þegar aleigan er 600 kr danskar og skuldahali í íslenskum. Halda áfram að lesa