Dauðadómur yfir glæpamönnum

Íslensk stjórnvöld sem kenna sig við félagshyggju og mannúð, hafa nú kveðið upp dauðadóm yfir 6 flóttamönnum til viðbótar. Þeirra á meðal er vinur minn glæpamaðurinn Elyas Sultani en glæpur hans er sá að hafa fengið talíbana upp á móti sér og glæpamaðurinn Hassan Raza sem er sekur um að hafa barnað unnustu sína og kvænst henni í óþökk fjölskyldu hennar, sem sá strax um að lífláta hina óguðlegu gálu.

Hassan Raza er 23ja ára. Hann hefur verið á flótta frá 17 ára aldri. Hann flúði frá Grikklandi þegar menn á vegum fjölskyldu sóðapíkunnar (sem fjölskyldan drap, samkvæmt hefðum og réttlæti í heimalandi hans) réðust á hann, brutu í honum 4 rifbein og veittu ýmsa aðra áverka. Hassan Raza á ekki að vera í flóttamannabúðum. Hann á að vera í námi eða á vinnumarkaðnum eins og aðrir ungir menn. Hann á ekki að þurfa að fara aftur í aðstæður þar sem hann hefur góða ástæðu til að óttast um líf sitt, heldur á hann að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að lifa við öryggi.

Það sama á við um hina glæpamennina sem Íslendingar ætla nú að senda út í opinn dauðann. Menn sem hafa framið þá glæpi að rísa á einhvern hátt gegn valdi, hvort sem er opinbert vald eða hefðir; valdi sem þeir kusu ekki yfir sig og bera enga ábyrgð á.

Af öllum þeim pólitíska subbuskap sem hefur viðgengist síðan eini flokkurinn sem hefur sýnt mannúðarmálum áhuga komst til valda, er þessi ákvörðun svívirðilegust.

mbl.is Hælisleitendur sendir til Grikklands

One thought on “Dauðadómur yfir glæpamönnum

 1. ——————————————————————–

  Þetta er ljót saga af unnustu hans,en að dæma íslends stjórnvöl sem morðingja,er út í hött,útlendingareftirlitið og dómsmálaráðaneytið hefur skoða mál þeirra,og einhver ástæða er fyrir því að senda þetta fólk til baka,en ég efast um að það sé drepið í Grikklandi,?? svo ekki er nú hægt að kenna íslandi um það að senda þá til baka,ég ber fullt traust til útýlingareftirlit og dómsmálaráðaneytið,þeir hafa ástæðu til að senda þetta fólk til baka,ef hætta væri á aftöku,þá hefðu þeir varla send það til baka,???vonandi fær þetta fólk aðstoð annarstaðar,þótt við hefðum ekki vilja fá þau hingað. von um bjartari framtíð og frið um allan heim.kær kveðja.konungur þjóðveganna.

  Jóhannes Guðnason, 11.6.2009 kl. 12:19

  ——————————————————————–

  Þetta er til skammar!!

  AceR, 11.6.2009 kl. 12:33

  ——————————————————————–

  http://vefritid.eyjan.is/index.php/greinasafn/haelisleitandi-helgarinnar-nour-aldin-fra-bagdad#more-4026

  Afsakið Eva – ég fæ að auglýsa greinina mína hér – um hælisleitendur!

  Bryndis (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:56

  ——————————————————————–

  Þeir hljóta að hafa sínar ástæður. En skil samt að þú sért ekki sammála þeim þar sem vinir þínir eiga í hlut.

  Kanski fá þeir það betra á einhvern hátt,einhverskonar uppreisn.

  Persona (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:48

  ——————————————————————–

  Auðvitað hafa þeir sínar ástæður. Þær ástæður að þægindi Vesturlandabúa skipti í öllum tilvikum meira máli en líf annarra.

  Eva Hauksdóttir, 11.6.2009 kl. 18:16

  ——————————————————————–

  Takk fyrir þetta Bryndís. Hér er hægt að smella til að komast beint á slóðina.

  Eva Hauksdóttir, 11.6.2009 kl. 18:21

  ——————————————————————–

  Íslensk stjórnvöld og margir góðborgar Íslands hafa mestu velþóknun á þeim menningarheim sem umræddir koma frá og eru í góðum samskiptum við yfirvöld [eignastéttina] flestra ef ekki allra landa Múslima. Félagshyggja er það ekki að fæða betlara sem liggja fyrir utan Moskur. Mannúð er það að lækka verðgildi jómfrúa frá virðulegum fjölskyldum. Eiga ekki allir rétt á því að borin sé virðing fyrir þeirri menningu sem þeir tilheyra.   Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn: kallast réttlæti hjá stórum hluta alþjóða samfélagsins. Er Ísland ekki alþjóðasamfélag? [Sundurgreining þjóða eða menninga ]Það hlýtur að merkja að Íslenska þjóðin er hrein innan um hinar. Í USA býr ein þjóð. Stjórnvöld á Íslandi eru samkvæm sjálfum sér greinlega. ES-sinnuð með afbrigðum.

  Júlíus Björnsson, 12.6.2009 kl. 07:23

Lokað er á athugasemdir.