Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

http://www.cartoonstock.com/Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að það sem almenningur má sjá af þessari skýrslu eru eingöngu beinar tilvitnanir í fjölmiðla. Halda áfram að lesa

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.

Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Halda áfram að lesa

Ekki nóg að einhver nefnd fái upplýsingar

Það er ekkert annað en sjálfsagt að þeir sem eiga að borga brúsann, þ.e. almenningur í landinu, fái að sjá samninginn og vitanlega ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um hann.

Einhverjum finnst kannski að mér ætti að vera sama þar sem ég er hætt að taka þátt í íslenska efnahagsruglinu en synir mínir búa enn á Íslandi og mér finnst frekar súrt til þess að vita að börnin mín og hugsanleg barnabörn geti ekki búið á minni fósturjörð án þess að vera neydd til að borga sukk óviðkomandi skíthæla. Það er lágmark að þeir sem eru þvingaðir til að ábyrgjast skuldir annarra eftir á, fái að vita hvað það er sem annað fólk undirritar fyrir þeirra hönd.

mbl.is Ekki ríkisábyrgð á leynisamning

 

Bein aðgerð

Þetta er dæmi um beina aðgerð.

Hér eru á ferð ungir menn sem bíða ekki eftir því að ríkisvaldið leiðrétti reglu sem þjónar engum tilgangi og býður upp á persónunjósnir, heldur grípa sjálfir til aðgerða sem valda andstæðingum þeirra óþægindum. Mér finnst það gott hjá þeim.

Húsráð

skráargatSérstakur hópur manna ku vera að vinna að því hvernig hægt verði að opna þessi hlerunarmál úr kaldastríðinu, segir Geir.

Hvað um gamla góða húsráðið að hætta þessum hallærislegu undanbrögðum og finna „sérstökum hópi manna“ einhver þarfari verkefni? Af hverju þarf hóp manna til að finna einhverja sérstaka aðferð til að rétta fræðimönnum pappíra sem almenningur á fullan rétt á að fá að sjá?

Hafa menn annars nokkuð að fela?