Af hverju rífa þeir ekki húsið?

Þegar lögreglan var send á Vatnsstíginn til að binda endi á pólitíska hústöku, þá hreinlega rifu þeir húsið utan af fólkinu. Væri ekki rökrétt að gera það líka núna? Eða getur verið að lögreglan hafi meðvitað gengið erinda húseiganda við Vatnsstíginn fremur en að það hafi verið nauðsynlegt að eyðileggja húsið?

mbl.is Kallað eftir liðsauka

Það var málið

Þrátt fyrir síaukna andúð mína á lögreglunni og andstyggð á ofbeldi, finnst mér í ákveðnum tilvikum réttlætanlegt að lögregla beiti ofbeldi að vissu marki. T.d. til að yfirbuga vopnaðan mann sem ógnar öðrum eða stöðva einhvern í því að ganga í skokk á annarri manneskju. Halda áfram að lesa

Ég æli á góðmennsku þína Benedikt

Það þarf hvorki stærðfræði- né læknisfræðikunnáttu til að sjá að líkurnar á því að róni brenni inni í yfirgefnu hreysi eru mun minni en líkurnar á því að hann verði úti eða fái allavega lungnabólgu ef hann hefur ekki húsaskjól.

Ástæðan fyrir því að gróðapungarnir sem komust upp með að kaupa Laugaveginn, vilja rífa þessi hús, er ekki umhyggja fyrir útigangsfólki, heldur einmitt sú að þeir vilja hreinsa miðbæinn af fólki sem þeim hugnast ekki.

mbl.is Vill rífa en má það ekki