One thought on “Hústaka

  1. ———————————————

    Ekki í fyrsta skiptið er ég ósammála. Finnst lítið sniðugt við innbrot og hústöku. Frekar fyndið þegar þessir kjánar sögðu í sjónvarpsviðtali að boðflennur væru ekki velkomnar – eins og þau væru ekki boðflennur í þessu húsi. Nokkuð ljóst að húsráðandi bauð þeim ekki. Mér finnst að það þurfi að ryðja kofann hið snarsta – það má alls ekki láta þau komast upp með þetta rugl.

    Ef þeim vantar samastað geta þau bara leigt, það er FULLT af húsnæði til leigu.

    Ef þeim vantar pening fyrir leigu geta þau bara stolið honum – kannski ræna 10 manns og taka bara 10% leigunnar af hverju fórnarlambi – þá er það mun minni þjófnaður en þau nú ástunda af einhverju einu fórnarlambi – mánaðarlega. (mv. leigu).

    Þau eiga ekki þetta hús og eiga nákvæmlega ENGAN rétt á að vera þarna.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 12.04.2009 | 13:17:26

    ———————————————

    Þau eru náttúrulega ekki að ræna neinn með þessu. ‘Eigandinn’ hefur ekki haft neinn áhuga á að leigja húsnæðið út enda var það keypt í þeim tilgangi að láta það grotna niður svo væri hægt að fá leyfi til að rífa það. Í fyrra reyndi maður sem ég kannast við að fá eitt rými í húsinu á leigu en var sagt að þar sem hann væri Íslendingur væri of mikil hætta á að hann færi að gera kröfur um viðhald. Marg oft hefur verið reynt að fá autt og vanrækt húsnæði í eigu bankanna á leigu undir róttæka menningarstarfsemi en það hefur heldur ekki gengið.

    Og jú, þau hafa bara alveg rétt til þess að bjarga húsi frá því að hrynja af vanrækslu. Fyrirtæki hafa hinsvegar ENGAN siðferðilegan rétt til þessarar skipulögðu skemmdarverkastarfsemi en í skjóli fáránlegra laga eru nú tugir húsa í miðbænum sem liggja undir skemmdum, til þess eins að einhverjir kapítalistadrullusokkar geti reist ný hús til að græða á, þrátt fyrir öll umhverfisspjöllin sem slíkt framferði hefur í för með sér.

    Posted by: Eva | 12.04.2009 | 22:52:16

    ———————————————

    Þó eigandinn sé kannski kapítalískur skíthæll (veit ekkert um eigandann og finnst það ekki skipta máli) er eignarrétturinn eitthvað sem við flest, í það minnsta mjög kyrfilega ég, vil vernda. Ég kæri mig ekki ögn um að einhver leggi eign sína á eitthvað það sem ég á og er ekki að nota þá stundina. Ég ítreka, þau geta bara leigt eins og aðrir. Það er ekki einu sinni neitt sérstaklega dýrt í þessari ótíð. Kannski er þetta tiltekna rými ekki til leigu, en þau geta þá bara leigt eitthvað annað. En að fólk geti komist upp með það að slá eign sinni á annara eigur er bara fáránlegt.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 13.04.2009 | 1:45:09

    ———————————————

    – og varðandi þetta með að bjarga húsi sem er að hrynja af vanrækslu, hvað ætla þau að gera í því? Ekki trú ég að þeim gangi vel að fá keypt heitt og kalt vatn, né rafmang í inní hús þar sem þau eru í óþökk eiganda. Ætla þau í einhverjar viðgerðir, annað en máske mála einhverja innveggi og dreifa úr mottum yfir götótta dúka – heldurðu að svoleiðis breyti einhverju um hvort eignin grotni niður eða ekki? Líklegt finnst mér að þau muni kynda og elda með gasi, sem aftur segir mér að þau séu líklegri til að valda skemmdum á húsinu en hitt. Opinn eldur í gömlu timburhúsi sem stendur þétt upp við fleiri slík í þéttbýlu hverfi er glópska. Vona að það drepist enginn á þessu áður en þeim verður hent út.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 13.04.2009 | 1:53:27

    ———————————————

    Þetta er ekki fyrsta hústakan á Íslandi gæskur. Bara sú fyrsta sem er framin á opinberum pólitískum forsendum. Eigandinn getur ekkert bannað fólki að kaupa rafmagn og vatn.

    Ég spái því að þau verði látin í friði fram yfir kosningar, af því að stjórnarflokkarnir vita að anarkistar eru fólk sem kærir sig kollótt um óréttlát lög og getur borgað sig að hafa þá góða á meðan þeir eru að leysa önnur mál og brýnni en þau að vernda rétt verktakafyrirtækja og banka til að fremja skemmdarverk á menningarverðmætum og umhverfinu.

    Sennilega verða læti upp úr mánaðamótum og alveg hugsanlegt að þeim verði hent út. Það er allt í lagi. Það er nóg af öðrum vanræktum húsum sem vert er að taka og það verður gert enda von á fjölda aktivista hingað í sumar. Löggan fær nóg að gera við að verja öll mannlaus hús á höfuðborgarsvæðinu og Saving Iceland fá vinnufrið á meðan 🙂

    Win/win. Byltingin er hafin.

    Posted by: Eva | 13.04.2009 | 14:41:44

    ———————————————

    Mér finnst svona vel planaðar og úthugsaðar hústökur eiga rétt á sér, þó ég óski þess ekki að nokkur fari inn í mína íbúð meðan ég skrepp frá. Svona er ég nú illa innrætt.

    Posted by: Kristín | 13.04.2009 | 17:31:32

    ———————————————

    Pólitísk hústaka á ekkert skylt við að fara inn á heimili fólks sem er í fríi. Heimilið er heilagt. Ekki eignarrétturinn.

    Posted by: Eva | 14.04.2009 | 0:26:47

    ———————————————

    Nákvæmlega. En mörgum gengur afskaplega illa að skilja það.

    Posted by: Kristín | 14.04.2009 | 13:15:07

    ———————————————

    Mér finnst eignarétturinn á öllu því sem ég á og hef eignast með ærinni fyrirhöfn (rýr uppskera reyndar) heilagur. Það er svona ca. heimili mitt (það litla sem bankinn ekki á að því) og innihald. Ég fæ ekki sé hvað ætti að gera eignarétt annara minna heilagan en minn eignarétt.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 14.04.2009 | 15:34:17

    ———————————————

    Mér finnst eignarétturinn á öllu því sem ég á og hef eignast með ærinni fyrirhöfn (rýr uppskera reyndar) heilagur. Það er svona ca. heimili mitt (það litla sem bankinn ekki á að því) og innihald. Ég fæ ekki sé hvað ætti að gera eignarétt annara minna heilagan en minn eignarétt.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 14.04.2009 | 15:34:31

    ———————————————

    Ég geri greinarmun á eigum sem eru þér eða öðrum til gagns eða ánægju og eignum sem þjóna annarlegum tilgangi eða nýtast engum.

    Fyrirtæki sem er stofnað til þess eins að láta það fara á hausinn til að svíkja út pening á t.d. ekki rétt á sér.

    Sá sem hendir nýtilegum hlutum á engan rétt á að fara í fýlu yfir því þótt einhver annar hirði hann úr gámnum og geri hann upp og noti.

    Í þessu tilviki nýtist húsið engum og stendur ekki til að nýta það en aukinheldur er tilgangur skráðs eiganda með kaupunum á því ósiðlegur. Eignarrétturinn glatar heilagleik sínum þegar hann er vanvirtur á þennan hátt. Alveg eins og þú fyrirgerir þér réttinum til að eiga hund ef þú sveltir hann.

    Posted by: Eva | 14.04.2009 | 20:22:15

    ———————————————

    ég held við verðum að vera bara sammála um að vera fullkomlega ósammála um þetta. Mér finnst þetta hið argasta bull alltsaman en þér hið besta mál. Sá skoðanamunur verður held ég ekki auðveldlega brúaður – sérstaklega þar sem við erum bæði býsna föst á okkar skoðun. Hættur í bili.

    Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 14.04.2009 | 22:03:14

Lokað er á athugasemdir.