Ég æli á góðmennsku þína Benedikt

Það þarf hvorki stærðfræði- né læknisfræðikunnáttu til að sjá að líkurnar á því að róni brenni inni í yfirgefnu hreysi eru mun minni en líkurnar á því að hann verði úti eða fái allavega lungnabólgu ef hann hefur ekki húsaskjól.

Ástæðan fyrir því að gróðapungarnir sem komust upp með að kaupa Laugaveginn, vilja rífa þessi hús, er ekki umhyggja fyrir útigangsfólki, heldur einmitt sú að þeir vilja hreinsa miðbæinn af fólki sem þeim hugnast ekki.

mbl.is Vill rífa en má það ekki

One thought on “Ég æli á góðmennsku þína Benedikt

  1. ————————————————————

    ég æli á þig fyrir að skilja ekki að þetta er hans hús, afhverju má hann ekki rífa þau? OH JÁ, auðvitað, vegn þess að það eru útigangsmenn í reykjavík sem þurfa að hafa í EINHVER hús að leita, þótt þeir séu að brjótast inn í þau! DÖÖÖÖÖÖÖ;

    Væri gaman að sjá hvernig þú mundir bregðast við að einhver róni mundi brjótast inn hjá þér til að hlýja sér á kaldri vetrar nóttu…

    laggvaldur (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 10:02

    ————————————————————

    Mér er reyndar skítsama hvort þessi hús eru rifin nú eða síðar, fyrst á að rífa þau á annað borð og því fer fjarri að ég telji þau heppilega gististaði fyrir útigangsfólk. Að sjálfsögðu ættu bæjaryfirvöld að sjá útigangsfólki fyrir húsaskjóli og ekki einhversstaðar úti í rassgati heldur á þeim stöðum sem það heldur sig. Mér býður hinsvegar við skinhelginni í þessum rökum sem Benedikt teflir fram

    Varðandi hinn heilaga eignarrétt þá er mikill munur á því þegar er brotist inn á heimili og þegar brotist er inn í hús í niðurníðslu sem er engum til gangs. Það skaðar eigendurna ekki á nokkurn hátt þótt útigangsfólk sofi í þessum húsum. Það er ekki einu sinni hægt að tefla fram rökunum um hættu á skemmdarverkum, því það á að rífa þau hvort sem er. Hugmyndin með því að meina útigangsfólki aðgang að yfirgefnum húsum er nákvæmlega sú sama og hugmyndin með því að banna því að taka mat úr ruslatunnum. Þ.e.a.s. það er fyrir neðan virðingu okkar jakkafatafasistanna að hafa þetta nálægt okkur, þessvegna reynum við að gera því lífið óbærilegt í von um að það hrökklist eitthvert annað.

    Eva Hauksdóttir, 21.11.2008 kl. 12:46

    ————————————————————

    Auk þess sem að það er að sjálfsögðu mjög oft eigendum húsana að kenna að þau eru í niðurníðslu þar sem þau eru látin standa auð og rotna til að auðveldara sé að fá leifi fyrir því að rífa þau og skella einhverju með hagstæðari gróðamöguleika á fermeter á lóðina í staðinn.

    Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:28

Lokað er á athugasemdir.