Arngrímur Vídalín er einn af mínum uppáhalds pennum. Í þessari grein er samt eitt sem kemur mér spánskt fyrir sjónir, þ.e. túlkun hans á hugtakinu fórnarlambsfeminismi. Halda áfram að lesa
Óvissan
Mig langar ekkert að búa á Íslandi. Sé bara því miður ekki neina aðra lausn. Hugmyndin er náttúrulega sú að verða mér úti um smá pening svo ég komist eitthvert annað og það væri kannski raunhæft ef ég sæi fram á að fá vinnu sem gefur meira en 200.000 á mánuði en ég er ansi hrædd um að ég sé bara að skrá mig í þrældóm með því að fara þangað. Og verð svo á vergangi í þokkabót. Fólk engist þegar ég segi orðið en við skulum bara horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, það bætir stöðuna ekki rassgat að orða það þannig að ég búi tímabundið hjá vinafólki. Halda áfram að lesa
Er María Lilja jafn klikkuð og J.K. Rowling?
Um daginn fékk María Lilja Þrastardóttir dálítið klikkaða hugmynd. Hélt semsé að til væru konur sem hefðu áhuga á fleiru en naglalakki og karlmönnum og datt í hug að búa til sjónvarpsþátt um önnur áhugamál kvenna. Halda áfram að lesa
Bílar, klám og önnur áhugamál iðnaðarmanna
Hver eru áhugamál kvenna ef ekki karlmenn og naglalakk? Um hvern fjárann ætti kvennaþáttur að fjalla ef ekki þetta tvennt, skreytt með barnauppeldi, blómarækt og innanhússhönnun? Halda áfram að lesa
Ný ferilsskrá
Ég hef verið í atvinnuleit á Íslandi undanfarið og hef fengið staðfestingu á því að menntun mín, starfsreynsla og hæfileikar skipta ekki minnsta máli. Ég á því allt eins von á því að þurfa að segja mig til sveitar.
Þjóðernissinnar boðnir velkomnir
Meðlimir samtakanna Blóð og gröftur, eða allavega einhverjir sem halda orðræðu þeirra á lofti, eru víst búnir að átta sig á því að ég er að skrifa pistlaröð þar sem ég tek fyrir ýmsar goðsagnir um innflytjendur. Þessir kynþáttahatarar sem kalla sig þjóðernissinna, vilja leggja sitt til umræðunnar og telja upplagt að klístra afritum af undarlegri kenningu um þjóðernishreinsanir á vegum „and-hvítra“ (með upprunalegum stafsetningarvillum)inn á tjásukerfið hjá mér. Halda áfram að lesa
Erlenda löggu til að rannsaka Valtý Sigurðsson
Ef marka má umfjöllun helgarblaðs DV um rannsókn á dauða piltanna sem fundust látnir í Daníelsslipp 1985, er full ástæða til að vinnubrögð lögreglunnar verði rannsökuð sem sakamál. Halda áfram að lesa