Óvissan

Mig langar ekkert að búa á Íslandi. Sé bara því miður ekki neina aðra lausn. Hugmyndin er náttúrulega sú að verða mér úti um smá pening svo ég komist eitthvert annað og það væri kannski raunhæft ef ég sæi fram á að fá vinnu sem gefur meira en 200.000 á mánuði en ég er ansi hrædd um að ég sé bara að skrá mig í þrældóm með því að fara þangað. Og verð svo á vergangi í þokkabót. Fólk engist þegar ég segi orðið en við skulum bara horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, það bætir stöðuna ekki rassgat að orða það þannig að ég búi tímabundið hjá vinafólki. Halda áfram að lesa

Ný ferilsskrá

Ég hef verið í atvinnuleit á Íslandi undanfarið og hef fengið staðfestingu á því að menntun mín, starfsreynsla og hæfileikar skipta ekki minnsta máli. Ég á því allt eins von á því að þurfa að segja mig til sveitar.

Halda áfram að lesa

Þjóðernissinnar boðnir velkomnir

Meðlimir samtakanna Blóð og gröftur, eða allavega einhverjir sem halda orðræðu þeirra á lofti, eru víst búnir að átta sig á því að ég er að skrifa pistlaröð þar sem ég tek fyrir ýmsar goðsagnir um innflytjendur. Þessir kynþáttahatarar sem kalla sig þjóðernissinna, vilja leggja sitt til umræðunnar og telja upplagt að klístra afritum af undarlegri kenningu um þjóðernishreinsanir á vegum „and-hvítra“ (með upprunalegum stafsetningarvillum)inn á tjásukerfið hjá mér. Halda áfram að lesa