Dylgjur Páls Magnússonar í garð Álfheiðar Ingadóttur

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur kallað eftir gagnsæi varðandi viðbúnað við hryðjuverkaógn. Þetta finnst Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, alveg stórfurðulegt.  Gagnsæi gæti nefnilega gagnast hryðjuverkamönnum. Halda áfram að lesa

Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns

Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.

Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa

Hvaða hin hlið?

Réttlætingar Útlendingastofnunar´, dæmi hver fyrir sig.

Og neinei, ég er ekki fúl út í neinn fyrir að vera ekki búinn að setja nafnið sitt á undrskriftalistann, það er bara virðingarvert að vilja kynna sér málin fyrst. Ég er hinsvegar hundfúl út í þá sem láta eins og þeim komi þetta ekki við, nenna ekki að kynna sér málið eða þora ekki að taka afstöðu.
Hér er grein sem allir ættu að lesa. Einkum þeir sem eru ekki búnir að skrifa undir. Kíkja líka á þetta takk.

Hér fyrir neðan má sjá svar dómsmálaráðherra sjálfs um meðferð Íslendinga á flóttafólki, dæmi hver fyrir sig. Halda áfram að lesa